Náttúrufræðingurinn - 1946, Side 10
4
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Fiskveiðar á húðkeip.
Grænlendingar þurftu ekki að leggja á sig það erfiði að sækja
langt á miðin frá heimilum sínum, þegar þeir reru til fiskjar. Þeir
þurftu eigi heldur að renna færinu alla leið til botns, aðeins fjóra
til fimm faðma niður fyrir borðstokkinn, þá stóð í fiski undir eins.
Þegar sakkan var látin renna niður mátti oft finna, hvernig hún
stöðvaðist á torfunum á leiðinni, og innan skannns var þorskur á
önglinum. Áður en langur tími var liðinn, var báturinn hlaðinn, og
þá var að snúa sér að því að komast lieim með aflann, til þess að
koma honum í verð lijá verzluninni. Slíkur bátsfarmur gaf mikið
í aðra hönd, og sjómaðurinn þurfti ekkert annað á sig að leggja en
að kasta fiskinum upp úr bátnum og koma honum á vigtina. Verzl-
anirnar keyptu sem sé fiskinn í heilu líki, eins og hann kom upp úr
sjónum. Til eru sögur um sjómenn, sem höfðu hugulsemi á því að
taka með sér nokkuð af smásteinum, þegar lagt var frá landi til veiða,
og á leiðinni í land var steinum þessum troðið niður í fiskana. Átti
þetta drjúgan þátt í því að j^yngja aflann og gefa meira í aðra hönd.
Einnig mátti sjá Grænlendinga, sem voru önnum kafnir við það að
reyna að troða stórum fjarðaþorski, en það er önnur tegund, eða
marhnúti, niður í vanalegan þorsk. Þessi svik komust stundum upp
ef marlmúturinn var svo stór, að hann vall út úr þorskinum á leið-
inni að vigtinni eða þegar þangað var komið. Yfirleitt uppgötvuðu