Náttúrufræðingurinn - 1946, Side 15
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
9
fyrsti dagurinn, sem hana hafði borið þar að landi þelta ár. Það var
engu líkara, en að sjórinn væri vellandi og sjóðandi. Loðnutorfan
var þétt eins og stappa, og l'yrir utan iiana öslaði þorskurinn áfram
og svalg í sig matinn, þangað til hann gat varla lneyft sig. Okkur
tókst að koma nót utan um torfuna og drógum hana upp í ljöru.
Nótin var full af loðnu, en innan um hana voru 95 þorskar, stærri
og minni, sumir meira en rnetri á lengd. I ákafanum gengu margir
af þorskunum alveg upp að fjörugrjótinu. Hér hittu þeir fyrir gamla
grænlenzka konu, sem vægast sagt var lurðuleg á að líta, ólnein og
rilin. Efri hluti skinnsokkanna hékk í druslum niður á kálfa, og
utan um ffókinn og votan hárlubbann hafði lnin vafið bandi, sem
ekki var hægt að greina neinn lit á. Hún gætti þess að halda fast um
háfskaftið og fikaði sig gætilega framar og framar eftir sleipu fjöru-
grjótinu. Við og við tók hún snöggt viðbragð og hjó háfntnn niður í
sjóinn. Þegar hún náði honum upp fyrir yfirborðið aftur, ltafði lnin
veitt stóran þorsk. Hún rak upp fagnaðaróp og vappaði upp fjöruna
með öllum þeim hraða, sem útskeifir fæturnir gátu látið henni í té.
Þegar luin hafði bjargað veiðinni vel uridan sjó, greip hún um stirtl-
una á þorskinum og sló hausnum á honum af alefli í klettana. Að því
búnu var lagt af stað á ný, lil þess að ná í annan þorsk á sama liátt og
áður. Þessa herferð endurtók hún að minnsta kosti 5—6 sinnum þá
hálfu klukkustund, sem ég var þarna staddur. Þorskurinn var auð-
sjáanlega afveg blindaður af græðginni og lét veiða sig í iítinn og
ómerkilegan háf, alveg eins og hann væri tekinn upp úr sjókassa.
Mikinn hluta sumars er þorskur nærri því eina nýja fæðutegundin
sent völ er á í Suður-Grænlandi. Það er tilbreytingarlítill matur, en
það er ekki urn annað að gera en framreiða hann á jafn fjölbreyttan
liátt og efni standa til. Við Julianehaab gafst oft færi á að fylgjast
með því, jregar fyrsti aðstoðarmaður verzlunarinnar ætlaði sér þorsk
á miðdagsborðið. Þá kom vinnukonan hans hlaupandi út úr húsinu
og dró ekki úr hraðanum fyrr en lnin var komin fram á klöpp, þar
sent aðdýpi var mikið. Þar var rennt færi, og óðar en varði hafði hún
náð í ágætis þorsk, sem hún slátraði þegar í stað með hníf sínum og
bar heim í eldhúsið. Svo auðvelt gat það verið að afla sér matar í
hádegisverðinn.
Á stað, sem heitir Sydpröven, sá ég Grænlending, sent hvorki hafði
bát né húðkeip. Hann bjó sig snemma af stað á ntorgnana og tók
færið sitt með sér út á nes, þar sem hann gat veitt þorsk. Hann fékk
að vísu ekki eins góðan afla og þeir Grænlendingar, sem bátana
höfðu, en kippan, sem hann kom með á kvöldin og seldi verzluninni,
var þó allvæn og gaf honum sæmilegan arð.