Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1946, Síða 17

Náttúrufræðingurinn - 1946, Síða 17
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 11 Fiskurinn þveginn eftir fvrri söltun. verstu tegund, enda þótt Grænlendingar gætu fengið góða línu í verzlununum. Það var greinilegt, að hér var verið á rangri leið. Jafnvel meðan lóðirnar voru nýjar þoldu þær ekki að aflinn væri dreginn upp á þeim og þær slitnuðu hvað eftir annað. Þannig töp- nðust oft bæði þær sjálfar og aflinn, sem á þeim var. Blóðugt var það einkum að horfa upp á, þegar Grænlendingarnir keyptu dýra vélbáta og notuðu þá síðan til að sækja með sjó, með lóðum, sem voru búnar til úr hálfónýtu seglgarni, með minna en 300 önglum. Þó voru hér að sjálfsögðu undantekningar. Margir Grænlendingar hafa lagt allmikið fé í útgerðina og veiðarfærin, en því miður verð- ur þó að viðurkenna það, að þegar á allt er litið, hafa framfarirnar fram að þessu verið furðu litlar. Mann furðar einkum á þessari ílialdssemi, ef maður lítur á selveiðatæki Grænlendinga, en þau eru búin til úr þeim bezta efnivið, sem völ er á og þeim haldið við eins og bezt má verða. Það má þó, ef til vill, telja til málsbóta, að þorsk- veiðar Grænlendinga eiga sér einungis skamman aldur að baki, tæp- lega 25 ár, meðan fiskveiðasaga annarra þjóða rnælist í öldum. Það olli mér mikillar gremju fyrstu árin, sem ég var í Grænlandi, hve mikið af veiðinni ónýttist, ýmist vegna lélagrar meðferðar á sjónum, þar sem fiskurinn var stundum höggvinn og rifinn af öngl-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.