Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1946, Síða 49

Náttúrufræðingurinn - 1946, Síða 49
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 43 Sveinn Þórðarson: Atóman og orka hennar I. Inngangur. Aldrei hefir nein vísindaleg' nýung vakið aðra eins feikna athygli og sú, er fregnin barst af atómsprengjuárás Bandaríkjamanna á Jap- an. Þá hefir og engin vísindaleg uppgötvun á jafn skömmum tíma reynzt eins afdrifarík fyrir örlög manna og þjóða og sú, er þrumu- gnýrinn frá Hiroshima og Nagasaki flutti mannkyninu fregnir af. Aldrei Itefir það komið skýrar fram en nú, hvílíkt ógnarvald býr í vísindunum, og hve mikilvægt það er, að mannkynið fari sér ekki að voða með þeirri orku og þekkingu, sem það liefir umráð yfir, sem ef rétt er með farið, ætti að geta tryggt mannkyninu öryggi og hag- sæld á jörðu hér, í stað þess skorts og strits, sem það hingað til hefir átt við að búa. Þá ættu og vísindin öðrum leiðum fremur að vera til þess fallin að tryggja friðinn, þar senr þau skapa lífvænleg skilyrði víða um jörð, þar sem áður þótti lítt búandi vegna lnáefnaskorts eða annarra aðstæðna. Ætti þá að falla um sjálfa sig ein meginrót allra styrjalda, öfundin yfir betri afkomuskilyrðum og hagsæld grann- þjóðanna. Fram til þess tíma er atómsprengjurnar í einni svipan bundu enda á hina nýafstöðnu styrjöld, höfðu atómarannsóknir látið lítið yfir sér. Þeir vísindamenn, sem að þeinr unnu, kusu að vinna verk sín í kyrrþey. Tilgang rannsókna sinna miðuðu þeir fyrst og fremst við fræðilega þýðingu þeirra, en síður við ákveðin, hagnýt not. Að vísu bárust öðru hvoru á árunurn eftir 1930 fregnir um, að reistar liefðu verið allkostnaðarsamar rannsóknarstöðvar fyrir atómarann- sóknir, en það var þó ekki fyrr en undir það síðasta (1940), að eðlis- fræðingar töldu sig geta vænzt einhverra hagnýtra nota af þeim rannsóknum. Má t. d. benda á, að Sir Ernest Rutherford, sem telja má frumhöfund og brautryðjanda atómarannsóknanna, lét svo um mælt nokkru fyrir andlát sitt 1937: „Allar hugrenningar um, að vinna orku með atómasundrun eru draumórar." Eins má geta þess, að lengi vel var það skoðun flestra eðlisfræðinga, að jafnvel þótt takast mætti að leysa orku atómanna úr læðingi, þá myndu þau hita- stig, sem ríkja myndu við þær ummyndanir vera svo há, að enginn málmur þyldi þau án þess að bráðna, og því væri ekki möguleiki á

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.