Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1950, Blaðsíða 33

Náttúrufræðingurinn - 1950, Blaðsíða 33
MEÐALFELLSVATN 175 Áhöld, sem ég notaði, voru þessi: Málband með lóð á enda til þess að mæla dýpi, 30 metra langt málband til þess að mæla fjarlægðir milli athuganastaða, múrbor og hamar til þess að gera hæfilegar vak- ir á ísinn, merkistengur og loks hornspegill til ákvörðunar á 90° og 180° horni. Mælingarnar framkvæmdi ég þannig: Fyrst setti ég niður merki- stengur með 100 metra millibili í beinni línu frá Meðalfelli að Eyj- um (ytri bæ). Því næst mældi ég dýpið á vatninu eftir homréttum línum út frá áðurnefndri línu. Mældi ég dýpið að jafnaði á 100 metra millibili og hafði 100 metra á milli lína. Niðurstöðurnar eru sýndar á mynd 1. Punktarnir sýna athugana- staði og tölurnar dýpið í metrum á hverjum stað. Á mynd 2 eru dregnar dýptarlínur fyrir hvern metra og eru 5, 10 og 15 metra dýptarlínurnar auðkenndar sérstaklega. Um niðurstöðurnar má í stuttu máli segja þetta: Megin hluti vatnsins vestan Flekkudalsár er grunnur, 2—4 metrar. Eystri hluti vatnsins er hins vegar alldjúpur, 5—18 metrar. Mesta dýpi mældist 18,45 metrar. Við fjarlægðarmælingar á vatninu kom í ljós, að Herforingjaráðs- kortið af Kjósinni gel'ur ónákvæman uppdrátt af Meðalfellsvatni. Uppdráttur sá, senr sýndur er á mynd 1 og 2 er byggður á mælingum á vegalengdunum frá „línunni" milli Meðalfells og Eyja að vatninu og vegalengdunum yfir það. Meðfylgjandi uppdráttur af Meðalfells- vatni mun því í meginatriðum réttur. Reykjavík, 28. apríl 1950. i) Arni Friðriksson: Landsvala (Hirundo rustica L.) heimsækir Vestmannaeyjar Þegar ég dvaldi í Vestmannaeyjum dagana 0.—11. maí þ. á. vakti það ánægju mína að sjá landsvölu, en þann fugl hef ég aldrei áður séð hér á landi. Mér varð gengið út á Eyðið sunnudaginn 7. maí um morguninn. Veður var gott, nærri logn, hlýtt og úrkomulaust. Þegar ég ætlaði að halda inn í bæinn aftur rétt eftir klukkan 10 varð ég var við að lítill dökkleitur fugl straukst inn með brekkunni undir Klifinu og flaug mjög nærri jörðu. Sá ég strax að um ekkert gat verið að villast; þetta var svala, og sú tegundin, sem Iieitir fullu nafni landsvala. Fuglinn flögraði þarna fram og aftur, ýmist inn með brekkunni eða út með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.