Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1950, Page 48

Náttúrufræðingurinn - 1950, Page 48
RITFREGN Horace Leaí: Iceland yesterday and today Ceorge Alleri & Unvin Ltd., London 1949 Þær eru ekki fáar bækurnar á ensku um ísland, sem skrifaðar liafa verið síðan brezkir ferðamenn tóku að venja komur sínar hingað til lands. Eins og að líkum lætur, eru þessar bækur mjög misjafnar að gæðum, sumar nauðáómerkilegar, aðrar í tölu beztu bóka, sem út- lendingar liafa ritað um ísland. Nú hefur enn ein bætzt við. Á höf- undi hennar, Horace Leaf, veit ég eigi önnur deili en þau, að hann er kennimaður, guðspekingur að ég held, hefur ferðazt víða um suður- og norðurhvel jarðar og dvalið í 27 löndurn og hefur því margt til samanburðar við ísland. Hingað kom hann í fyrirlestra- ferð vorið 1946 og dvaldi hér fram á haust og ferðaðist víða um landið. Hann virðist hafa liaft opin augu fyrir því, er fyrir bar, og haft góða fylgdarmenn. Þess er og að geta, að Snæbjörn Jónsson bók- sali hefur lesið yfir handrit að bókinni og eflaust fært ýmislegt til betri vegar. Árangurinn er greinargóð lýsing á landi og þjóð, ekki óskemmtileg aflestrar. Hægt er þó að finna smávillur og meinlokur, ef að er gáð. T. d. telur höf. sérstaklega góða síld veiðast í Vík í Mýr- dal, segir Reykjahlíðarhraun hafa runnið fyrir 30 árum og telur það vott um sérstaka tryggð við goðið Þór, að nokkrir af voldugustu mönnum landsins bera ættarnafnið Tliors. En ýmislegt er og í bók- inni vel athugað og orðað. T. d. held ég að Seyðisfjarðarbæ verði ekki betur lýst í fáum orðum en með orðum Leafs: „Seydisfjördur is dying very charmly“. Það fer auðvitað ekki hjá því, að þessar ferðabækur um ísland verða svipaðar um margt. í flestum hinum nýrri þeirra, og einnig þessari, er að finna undrun yfir nýtízkubrag Reykjavíkur, hól um skyr, dásömun náttúrufegurðar, aðdáun á bílstjórunum, glæfralýsing- ar á bílvegunum og gáttum yfir aðbúnaði á gististöðum út um land. Horace Leaf segist hafa gist á fjölmörgum gististöðum hérlendis og

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.