Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 29
ÞYNGDARMÆLINGAR Á ÍSLANDI
137
flötinn, en þungi hennar eða efnismagn er jafn þunga þess vatns,
er hún ryður frá sér.
Það er þannig ljóst, að yfirborð jarðar mótast af því, að skorpan
er gerð úr misþungum spildum, sem fljóta á undirlagi. Löndin tákna
iéttar spildur, en hafsvæðin þungar spildur. Hæstu hálendi eru þar,
sem létt spilda er sérstaklega þykk. Skorpan er í flotjafnvægi.
Þetta má þó ekki skilja svo, að hver hóll eða lægð séu í flotjafn-
vægi út af fyrir sig. Reglan á í fyrsta lagi við um mjög stórar spildur,
eins og heil úthöf og heil meginlönd, og hún gildir almennt, svo langt
sem þyngdarmælingar ná og hafa getað upplýst málið, um spildur,
sem stærri eru en svo sem 100 km í þvermál, þ. e. verulega stærri
en skorpuþykktin, sem er nokkrir tugir kílómetra. Víðáttuminni ójöfn-
ur yfirborðsins eru bornar uppi af umhverfinu.
Þegar um er að ræða land á stærð við Island má því ætla, að það
sé í stórum dráttum i flotjafnvægi, en nánari rannsókn verður að
leiða í ljós, hvernig þessu er í rauninni háttað.
Auk þessarar grundvallarspurningar eiga mælingarnar að svara
öðrum, er snerta fínni drætti. Við verðum að reikna með margvísleg-
um ójöfnum í þyngdarsviðinu með hliðsjón af því, að væntanlega er
landið samsett úr smærri spildum, misjöfnum að eðlisþunga eftir
uppruna og sögu. Sérstaklega koma manni í hug ójöfnur, sem stafa af
undirlögum basaltsins og misgengi jarðspildna. Island er basalt plata,
byggð upp úr fjölda hrauna.
Heildarþykktin er meiri en 3 km, en þar eð undirlögin koma hvergi
í ljós, er ekki öllu meira vitað um þykkt basaltsins né eðli undirlag-
anna. Þar sem basalt er þyngsta bergtegund, sem nokkuð kveður að
í skorpunni, mætti þó búast við léttari undirlögum. Þetta gæti komið
í ljós við þyngdarmælingar á þann hátt, sem mynd 2. gefur bend-
ingu um. Efri myndin sýnir óbrotna, upphaflega plötu á léttari undir-
2. mynd.