Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 50
156
NÁTTÍTRUFRÆÐINGURINN
Ég byrjaði rannsóknir mínar á jökulrákum (og öðrum minjum frá
ísaldarlokum) í átthögum mínum i Árnessýslu, en hef síðan haldið
þeim áfram víðar um land. í þeim landshlutum, sem kortið (3. mynd)
nær yfir, eru athuganir mínar samfelldastar, þó að þar séu enn slæm-
ar eyður. Þar hef óg athugað og skráð stefnu jökulráka á meir en
tvöfalt fleiri stöðum en sýnt er á kortinu. Ulgerlegt var að merkja
allar þær athuganir á kort í svo smáum mælikvarða, enda engin
nauðsyn. Jökulrákir eru ekki allar jafnfróðlegar. Niðri í dölum er
yfirleitt litið á þeim að græða. Þar bregzt sjaldan, að þær stefna eins
og dalurinn („fram“ sunnanlands, „út“ annars staðar). öðru máli
gegnir á jafnlendi, hvort sem það er hátt eða lágt, og eins uppi á
hálsum milli dala. Þar sýna rákirnar skriðstefnu meginjökulsins og
gefa þar með i skyn, hvar hvirfill hans lá eða ísaskilin. Um þetta
eru þó fróðlegastar þær jökulrákir, sem finnast uppi á fjallakollum.
Þær sýna stefnu jökulsins, meðan hann var enn svo þykkur, að
fjallið var i kafi. En þar sem engar rákir finnast á háu fjalli, getur
verið ástæða til að ætla, að lcollur þess hafi staðið upp úr jökulskild-
inum allt siðasta jökulskeiðið.
Þorvaldur Thoroddsen fann jökulrákir í stefnu S—N hæst á Sel-
landafjalli suður af Mývatnssveit, en engar á Bláfjalli, sem er litlu
austar. Af því dró hann þá ályktun, að ísaldarjökull hefði gengið yfir
Sellandafjall, sem er um 580 m hátt yfir jafnsléttu (988 m y. s.), en
Bláfjall, sem er hærra, 1222 m y. s., hefði alltaf staðið upp úr.1)
Hér á eftir verður sagt frá fróðlegum jökulrákum á nokkrum stöð-
um, sem ég hef ekki birt neitt um áður. Rannsóknunum er enn of
skammt komið, til að tímabært sé að birta heildamiðurstöður af þeim.
Eftirfarandi dæmi eru fremur til tínd í því skyni að vekja athygli
á fyrirbærinu og sýna, hve jökulrákir geta verið lærdómsríkar um
jöklafar hér á landi á siðasta skeiði ísaldar.
ReykjanesfjallgarÖur -— Borgarfjarðardalir.
Stefna jökulráka á Reykjanesskaga og upp af honum sýnir ljóslega,
að ísaskil hafa legið eftir fjallgarðinum frá Hengli og eitthvað vestur
fyrir Grindavík og jöklar skriðið þaðan til beggja hhða. Þetta sést
vel á kortinu (3. mynd).
1) Þ. Thoroddsen: Island. Grundriss der Geographie und Geologie. — Petermanns
Mitteilungen. Gotha 1905, 1906. Bls. 334.