Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 90
196
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Summary hafa verið endurskoðuð og ákvörðuð að nýju, ef fyrri ákvörð-
un hefur verið ónákvæm.
Kortið, sem hér er prentað, sýnir upptök allra þessara jarðskjálfta,
og eru þeir flokkaðir eftir stærð. Mestu jarðskjálftarnir (stærð iíö1/*)
eru aðeins fjórir, þar af tveir á Islandi (24. júlí 1929 fyrir sunnan
Reykjavík og 2. júní 1934 við Dalvik), einn við Jan Mayen og einn
langt suðvestur í hafi. Minnstu jarðskjálftarnir (stærð 5%—5V<i),
sem eru sýndar sem deplar á kortinu, eru flestir, og jafnframt eru
upptök þeirra ákvörðuð með minnstri nákvæmni.
Á kortinu má sjá hvemig jarðskjálftabeltið liggur. Við 50. breiddar-
baug liggur það nálægt 30° w. 1. Þaðan liggur það til norðvesturs
að enda Reykjaneshryggsins (nálægt 56° N, 35 °W), en á syðsta hluta
Reykjaneshryggsins eru jarðskjálftar tíðastir á athugunarsvæðinu.
Jarðskjálftabeltið liggur síðan eftir Reykjaneshryggnum, og þó hafa
einstakir jarðskjálftar komið vestan hans. Síðan liggur beltið áfram
til norðausturs þvert yfir Island, en er að mestu leyti slitið í sundur
fyrir norðan land. Aftur hefst það skammt austur af Scoresby-sundi
á Grænlandi og liggur þaðan í stórum boga, fyrst til austurs yfir Jan
Mayen, síðan norðaustur og norður skammt vestur af Svalbarða, og
ef til vill til norðvesturs að norðausturhorni Grænlands.
örfáir jarðskjálftar hafa komið utan við sjálft jarðskjálftabeltið, t. d.
einn um 300 km norðaustur af Færeyjum, annar við Grænlandsströnd
í norðvestur frá Vestfjörðum (ónákvæmt ákvarðaður) og tveir í um
300 km fjarlægð í norðvestur frá Lofoten í Noregi. Jarðskjálftar þeir,
sem komið hafa undan strönd Norðaustur-Grænlands (75Y2° N,
13þ2° W og 78° N, 5° W) virðast einnig liggja utan við aðal-jarð-
skjálftabeltið og e. t. v. tveir jarðskjálftar við norðausturhorn Græn-
lands.
Full 90% allra þeirra jarðskjálfta, sem komið hafa á því svæði, sem
athugunin náði yfir, eiga upptök á belti því, sem afmarkað er á kort-
inu. Belti þetta er um 200 km breitt, eins og það er teiknað, en verið
getur, að sjálft jarðskjálftabeltið sé enn mjórra, en að ónákvæmni við
ákvörðun upptakanna valdi því, að það virðist svo breitt.