Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 32
140
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
AÐALDRÆTTIR ÞYNGDARSVIÐSINS
Á hverjum stað minnkar þyngdin, þegar farið er hærra (fjær jarð-
miðju). Þessi áhrif hæðar, sem eru auðreiknuð, verður að losna við,
þegar gera á þyngdarkort, og flytja alla mælistaði reikningslega niður
að sjávarborðshæð. Á sama hátt bætist reglulega við þyngdina um
1 milligal fyrir hverja bogamínútu, sem staðurinn liggur norðar á
hnettinum. Þessi áhrif eru einnig dregin frá mældri þyngd. Eftir eru
þá eingöngu þau áhrif, sem stafa frá byggingu undirgrunnsins. Kort
yfir þau áhrif er sýnt á mynd 3. Jafnþyngdarlínurnar liggja sem
óreglulegir sporbaugar umhverfis miðju landsins. í miðju er sýnt
gildið -í-35 milligal, en —(—40 til +60 milligal línur liggja út við
ströndina. Þetta má orða svo, að þyngdarsviðið sé um og yfir 75 milli-
gala djúp skál.
Merkingu kortsins má orða þannig: Ef öllu bergi væri flett ofan
af landinu þannig, að eftir stæði marflöt slétta, jafnhá meðal sjávar-
máli; ef jörðin væri kúla og snerist ekki; þá mundi þyngdin á þessu
flata landi breytast eins og kortið sýnir. Hún mundi vera mest við
strendurnar og minnka, nokkuð jafnt, um ca. 75 milligal inn að
landsmiðju.
Þetta táknar að undir miðjunni er léttara efni, eða meira af léttu
efni en undir strandsvæðunum. Slíkt land mundi ekki vera í flot-
jafnvægi, heldur mundi það hafa tilhneigingu til að rísa um miðj-
una. En nú er í reyndinni farg ofan á þessu flatlendi, í stórum
dráttum binglaga farg, eins konar spegilmjmd af þyngdarskálinni.
Og það er auðreiknað, að aðdráttaraflið frá þessum bing, við mæl-
ingu á honum miðjum, er einmitt í kringum 75 milligal. Það þýðir,
að það efni, sem vantar undir sjávarmáli, er að finna ofan við það,
að heildarefnismagnið tekið niður í gegnum binginn og niður úr
skorpunni, er alls staðar jafnt, en það jafngildir því, að landið og
einstakir stærri hlutar þess séu í flotjafnvægi. Island er ekki hraukur,
sem borinn er uppi af sterku jarðskurni, það er spilda, sem flýtur
á dýpri lögum og rís hátt yfir botn Atlantshafsins vegna þess, að í
henni er léttara efni en í undirlögum hafsbotnsins. Og landið er hæst
um miðjuna af því að þar xmdir er léttasta efnið.
Þessi niðurstaða gefur tilefni til bollalegginga um það, hvaða létta
efni þetta geti verið og hvernig standi á því á þessum stað, en það er
um leið spurningin um það, hvers vegna ekki er djúpt úthaf, þar sem
ísland stendur nú.