Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 54
160
NÁTTÍTRUFRÆÐINGURINN
Á innanverðum Reynivallahálsi í Kjós (á hæð 333 og viðar) liggja
jökulrispur samsíða Hvalfirði. Utar, þar sem hálsinn hækkar, liggur
kragi af ruðningsmöl í 350—400 m hæð og hylur þar allar klappir.
Enn utar, þar sem Hálsinn er orðinn meira en 400 m hár, sjást aftur
klappir. Þær eru að vísu sléttar og nokkuð eindregið hvalbakaðar
A—V, og einnig má finna á þeim sljó gróp með þeirri stefnu, en ekki
þóttu mér þau einhlítar jökulrákir, er ég var þarna á ferð (26. sept.
1953). Stór grettistök liggja hæst á hálsinum (allt að 425 m y. s.),
og er ekki að efa, að þau eru þangað borin af jökli. Þessi verksum-
merki sýna, að einhvern tima hefur skriðjökull í Hvalfirði náð upp
ylir Reynivallaháls og því verið a. m. k. 425 m þykkur yfir núverandi
vatnsfleti fjarðarins. Efalaust var þá einnig slétt af jökli yfir alla Kjós
suður til Esju. Það staðfestir einnig athugun min (1. sept. 1955) á
Sandsfjalli, sem er múli norður úr Esju. Þar er sléttur melur í nál.
390 m hæð y. s. og flestir steinarnir í honum úr líparíti. Sú bergteg-
und finnst hvergi í fastri klöpp nær en í Móskarðshnúkum, og þaðan
hljóta steinarnir að hafa borizt með skriðjökli út Eyjadal. öðru en
jökli er ekki til trúandi að hafa lagt þá þarna af sér, hátt uppi á
fjalli.
Þær jökulminjar (hvalbök, gróp og grettistök), sem liggja í meir en
400 m hæð á Reynivallahálsi, eru allar svo fornlegar, að nokkuð
hæpið er að kenna þær skriðjökli siðasta jökulskeiðs. Hitt kemur
einnig til mála, að melkraginn í allt að 400 m hæð marki mestu
þykkt þess jökuls, enda finnast engar eiginlegar rispur ofan þeirra
marka.
Akrafjall hefur löngum klofið ísstraumana, sem gengu út Faxaflóa
á jökulskeiðum ísaldarinnar. f hlíðum þess mætti því búast við marka-
línu, er sýndi dýpt þeirra. En ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum,
er ég skoðaði þetta fjall (29. ágúst 1951).
Ég leitaði um allar hábungur fjallsins, með brúnum þess og sér-
staklega í austurbrekkunni niður undir rætur, en fann hvergi skýrar
jökulrispur. Hæst á Jókubungu (520 m y. s.) eru sljó gróp, svo
óglögg, að varla er fullt mark á takandi. Þau stefna af Miðfellsmúla
(N 30° A). En í austurhalla bungunnar fyrir botni Berjadals, h. u. b.
550 m y. s., á blágrýtishnjót með krappri hvalbaks lögun, eru all-
glögg gróp með sömu stefnu. Þessi merki eru svo máð og fornleg, að
ég tel þau eins vel geta stafað frá næstsíðasta jökulskeiði og frá hinu
síðasta.
Niðri í austurbrekku Akrafjalls á belti í hæð milli 300 og 450 m