Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 63
FRÓÐLEGARJÖKULRÁKIR
169
auranna undir fellinu. Þeir eru þar nú um 110 m y. s., en voru þá
vitanlega ekki til og grunnur dalsins varla yfir sjávarmáli. Augljóst
er af þvi, sem fyrr segir, að enn áður hefur þykkt Markarfljóts-
jökulsins verið mun meiri. Ennfremur gefur lögun klappahnjóta í
hlíðinni upp af Blesumýri í skyn jökulsvarf frá austri til vesturs allt
upp í h. u. b. 900 m hæð y. s., þ. e. upp að hömrunum sunnan í Blá-
felli, þar sem láréttur, en heldur ólögulegur ruðningshjalli virðist
marka gamla legu jökulrandar.
Suðurjaðar Markarfljótsjökulsins lá að Eyjafjöllum. Rákir á Selja-
landsmúla og Seljalandsheiði sýna glögglega, hvernig hann hefur sveigt
til suðurs fyrir vesturenda fjallanna. Á múlabrúninni hjá Seljalands-
fossi um 100 m y. s. eru rákirnar mjög sterkar og skýrar og stefna
því nær frá N til S. En þegar hærra kemur upp í heiðina, verða þær
daufari og sjaldséðari. Efstu rispur, sem ég hef getað fundið, með
svo norrænni stefnu, að þær séu örugglega eftir Markarfljótsjökul-
inn (N 28° A), eru í h. u. b. 390 m hæð y. s. Enn ofar hef ég aðeins
fundið rákir, sem stefna austan að, ofan frá Eyjafjallajökli. Efstu
norrænu rákirnar sanna, að þar, sem nú eru ofanverðar Landeyjar,
hefur Markarfljótsjökullinn verið mn 400 m þykkur a. m. k. Þar
var hann raunar runninn saman við hinn mikla skriðjökul, sem gekk
innan af Miðhálendi fram Suðurlandsundirlendið til sjávar. Minjum
þess feiknajökuls hef ég nokkuð lýst áður (Árn. saga) og m. a. sýnt
fram á, að hann náði upp yfir Ingólfsfjall. Rispur eftir hann finnast
á hákolli þess (551 m y. s.) og á austurbrún, en vera má, að sunnan-
verð vesturbrún hafi skagað upp úr.
Ingólfsfjall og Seljalandsheiði eru beztu mælistikur, sem ég hef
skoðað, á þykkt skriðjökulsins á Suðurlandsundirlendinu. Ingólfsfjall
er þó betra að því leyti, að það hefur aldrei hulizt jökli, síðan það
skaut kollinum upp úr þessum ísstraumi, svo að hans rákir eru þar
einráðar. Þær sýna, að í ofanverðum Flóa hefur jökulþykktin orðið
a. m. k. 550 m.
MiShálendiS.
Að lokum skal aðeins vakin athygli á rákastefnu þeirri, sem kortið
(3. mynd) sýnir við ofanverða Þjórsá og Köldukvísl (að austan og
suðaustan) og skammt suðvestur af Tungnafellsjökli (frá suðrí til
norðurs). Rákirnar á þessum slóðum eru ótvírætt ristar í þá átt, sem
sýnt er á kortinu, en ekki gagnstæða. öðru máli gegnir um þrjár