Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 69
NÁKUÐUNGSLÖGIN
175
sjávarmál. Hann skrifar fyrstur manna um hæstu sjávarmörk kring-
um Reykjavík, í um 40 m hæð. Það var þó ekki hann sjálfur, sem
kom auga á þessi sjávarmörk í öskjuhlíðinni og víðar. Það var sænski
jarðfræðingurinn A. G. Nathorst, sem benti honum á þau. Keilhack
hitti Nathorst í Reykjavík 1883, en Nathorst tók þá þátt í Græn-
landsleiðangri A. E. Nordenskjölds og kom hér við í báðum leiðum.
Þorvaldur Thoroddsen kemur að sjálfsögðu hér við sögu. Á ferðum
sínum um landið athugaði hann malarhjalla, brimþrep, skeljalög og
aðrar menjar sjávarstöðubreytinga, og í ritum hans er mikinn fróðleik
að finna um þetta efni. Árið 1892 birti hann í Dansk Geogr. Tids-
skrift ritgerð: Postglaciale marine Aflejringer, Kystterrasser og Strand-
linjer i Island, og er sú ritgerð enn í tölu þeirra merkustu, sem birzt
hafa um þetta efni. Hann bendir þar m. a. á, að brimklif og malar-
hjallar sýni, að sjór hafi i ísaldarlokin náð 70—80 m yfir núv.
sjávarmál, siðan hafi land tekið að rísa úr sjó, en aftur hafi orðið
kyrrstaða, er sjór stóð 30—40 m hærra en nú, og hafi þá mynd-
azt víðáttumiklir malarhjallar í dölum víða um land, einkum norðan-
lands og vestan. Hann bendir og á, að Suðurlandsundirlendið sé sér-
staklega vænlegt til frekari rannsókna á afstöðubreytingum láðs og
lagar eftir isöld.
Sá maður, sem langmestu hefur áorkað um rannsókn á sjávar-
stöðubreytingum hérlendis eftir isöld er þó Guðmundur G. Bárðar-
son. Hér verður, rúmsins vegna, aðeins hægt að drepa á það, sem
viðkemur þessari ritgerð. I smáritgerð: Purpura lapillus L. i hævede
Lag paa Nordkysten af Island, sem út kom 1906, sýndi hann fram á
það, að í malarkömbum við Hrútafjörð og Húnaflóa suðvestanverðan
var nokkuð af kuðungi þeim, sem þá nefndist á vísindamáli Purpura
lapillus L., nú Nucella lapillus (L), og á íslenzku nákuðungur. Dró
hann af þessu og öðrum skeljaleifum þá ályktun, að þegar þessir
malarkambar mynduðust, hafi sjávarhiti við Norðurland verið nokkru
hærri en nú, þar eð kuðungur þessi lifði ekki lengur við norður-
strönd landsins. 1 síðari, stærri ritgerðum lýsti hann þessum nákuð-
ungslögum nánar og sýndi fram á, að þau hefðu myndazt við landsig
og að sjávarstaðan við Húnaflóa hafi verið a. m. k. 2 m lægri en nú,
áður en lögin tóku að myndast, en 4—5 m hærri en nú, er sigið náði
lágmarki. I fyrstu ritgerðinni varpaði G. G. B. fram þeirri tilgátu,
að nákuðungskambarnir væru jafnaldra landsigi því, sem í Skandi-
navíu væri kennt við samlokuna Tapes decussatus. 1 síðari ritgerðum
er hann varkárari og nefnir ekkert um aldur þess sigs, en telur