Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 9
VlSINDASTARF ÞORVÁLDS THORODDSENS
117
„Allar rannsóknir mínar á Islandi hef ég skoðað, og skoða enn, sem
undirbúningsrannsóknir undir nánari rannsóknir siðar meir, ég hef
leitazt við að safna hinum dreifðu athugunum í heild og reynt eftir
föngum að leggja steinlag í vegg, sem aðrir verða að byggja ofan á
og fullkomna“. (Ferðabók IV, bls. 197). Ýmsir hafa lagt stein í þann
vegg, síðan Þorvaldur hætti sinni hleðslu, og þá einkum þeir Helgi
Pjeturss og Guðmundur G. Bárðarson, en það stendur þó enn á ís-
lenzkum jarðfræðingum að fullgera þann vegg, svo að sæmi því stein-
lagi, sem Þorvaldur hlóð. Það steinlag er svo umfangsmikið, að enn
hefur ekki tekizt að hlaða ofan á nema nokkurn hluta af því, og er
veggurinn næsta skörðóttur nú sem stendur.
Því meir, sem ég kynnist ritverkum og rannsóknum Þorvalds Thor-
oddsens, því meir undrast ég afköst þessa manns. íslendingar hafa
löngum haft mikið dálæti á gáfumönnum, en látið sig minnu skipta,
hvernig þeir liafa notað gáfurnar. Iðjuleysingjum og óreglumönnum
hefur löngum verið talin það næg afsökun, ef um þá hefur verið
hægt að segja: en þetta er svo bráðgáfaður maður. Það er sem sé
ekki talinn ábyrgðarhluti að vera góðum gáfum gæddur og yfirleitt
mun það hérlendis hafa verið talinn fremur vottur um gáfnatregðu
en hið gagnstæða að vinna mikið. Þorvaldur Thoroddsen var ham-
hleypa til verka, en fyrir það skyldi enginn frýja honum vits. Hann
var ekki það, sem kallað er séní, en miklum gáfum gæddur, far-
sælum og heilbrigðum, athyglisgáfan var góð, minnið frábært, fróð-
leiksfýsnin mikil og atorkan ódrepandi. Líklega hefur enginn Is-
lendingur nokkru sinni vitað að samanlögðu jafnmikið um ísland og
Islendinga og hann. Hann vann stórvirki, og það stórvirki var íslandi
einu unnið.
Og svo vildi ég að lokum gefa Þorvaldi sjálfum orðið. Lokaorðin
í eftirmála Landfræðisögunnar eru enn í jafngóðu gildi og þegar
þau voru rituð fjrrir hálfri öld, og bið ég ykkur, góðir lesendur, að
veita þeim eftirtekt.
„Island liggur á takmörkum hins menntaða heims, á útkjálka
veraldar, þar sem lífið á í sífelldri baráttu við voldug náttúruöfl;
jurtir og dýr verða að haga sér eptir kringumstæðunum, eptir lopts-