Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 65
FRÓÐLEGAR JÖKULRÁKIR
171
ness of 240 m. and 200 m., respectively, has been demonstrated. —■ In the valley
of Markarfljót, south of Tindafjallajökull (S. Iceland), striated surfaces are found
465 m. above the river plain in the valley, and on Seljalandsheiði, at the mouth
of this valley, the respective altitude is 390 m. — The N—S striated summit of
Ingólfsfjall (S. W. Iceland) indicates a thickness of more than 550 m. on the low-
land east of this mountain.
It must be kept in mind that all the figures given above are minima, as the
absence of striæ in a given direction is no proof that the spot was never moved
over by a glacier in that direction.
The direction of striæ in the Central Highlands, to the south of Hofsjökull, show
that during the retreat of the ice the ice divide was far south of the watershed.
Rétt norðan við jökulkrókinn, norðaustarlega í mynninu á Vonarskarði, eru
Gæsavötn (296T)- Smá dýjavermsl koma upp undan hjöllum þeim, er jökullinn
hvílir á, safnast saman og mynda tvær tjarnir á melunum. Melöldur eru allt í
kríng, svo ekki er gott að sjá tjarnir þessar fyr en að þeim er komið. Sum af
dýjavermslum þessum koma undan hrauntagli, sem fallið hefir rétt niður að
tjörninni nyrðri. Gróður er hér mjög lítill einsog eðlilegt er, rétt uppi við jökul-
rönd og svo hátt yfir sjó. Jurtir eru allar mjög smávaxnar og kyrkingslegar og er
á þeim meiri kulda- og heimskautablær en eg hefi séð annarstaðar á Islandi, og
það jafnvel meiri en í Grimsey. Einkennilegt er það, að á báðum þessum stöð-
um, sem eru svo fjarlægir hver öðrum, vaxa ýmsar tegundir og undirtegundir
jurta samskonar, þó eigi séu þær á því svæði, sem milli liggur. Þetta er þó eigi svo
undarlegt, þegar hugsað er til þess, hve kringumstæðurnar eru líkar. I hitasumrum
er gróðurinn hér eflaust meiri, svo var t. d. 1880, en nú var snjór varla leystur
og skaflar niður undir tjarnir, svo ekki var að búast við miklu jurtalifi. Að öllum
líkindum væri hér enginn gróður, ef hálf-útkulnaður jarðhiti eigi hjálpaði til.
I uppsprettulindunum, sem koma undan hrauntaglinu, og nokkrum öðrum, er
hitinn víðast 5—7° C., en í syðstu uppsprettunum aðeins 1—2°C. Af lifandi skepn-
um sá eg fáar, 4 eða 5 flugur, einn rauðan maur, 2 sandlóur og 3 kjóa, og þá er alt
talið. Hér er óvanalega hátíðleg þögn yfir náttúrunni, ekkert hljóð heyrist nema
niðurinn í giljunum og þyturinn í vindinum, fuglar fljúga þegjandi fram hjá,
öll náttúran virðist vera dauð og steingjör, en þó vinna náttúruöflin, eldur og
jöklar, stöðugt og óþreytandi að því að breyta og umturna því, sem er. Meðan við
dvöldum í Vonarskarði voru sífelld illviðri á jöklinum og dembdi þar niður snjó
í grið og kergju, altaf var þokukúfur á Arnarfellsjökli, en hreint loft og þokulaust
i Vonarskarði. Oft var hvast og var veður þá mjög hráslagalegt og nistandi kuldi
af jöklinum; þegar lygndi var veður stundum allhlýtt, en það stóð skamma stund
og altaf var frost á nóttunni. Snjór var nýtekinn af og skaflar voru á við og dreif
um hálendið.
Þorv. Thoroddsen: FerÖabók 1, bls. 357—358 (FerS 1884).