Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 76
182
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
undir þetta sjávarmál, en óliklegt má telja, að hann hafi lifað af
kuldaskeiðið á byrjun járnaldar, verður að teljast líklegast, að land-
hækkun hafi verið næstum að fullu lokið fyrir 2500 árrnn og síðan
hafi sjávarstaða lítið sem ekkert breytzt á þessiun slóðum.
Með tilliti til þess, sem nú hefur verið frá greint, og með hlið-
sjón af lauslegum mælingum mínum á hæð malarhjalla í Miðfirði,
hefi ég freistað þess að teikna tímasett línurit af afstöðubreytingum
láðs og lagar við suðvestanverðan Húnaflóa. Sá hluti línuritsins, sem
er heildreginn, má teljast nærri réttu lagi, þótt vera megi, að kyrr-
staðan í um 25 m hæð sé raunverulega enn eldri en ég sýni hana.
Yngri er hún vart.
f ritgerðum sínum um nákuðunginn drepur G. G. B. á lurkalögin
í mómýrunum við Húnaflóa og telur líklegt, að nákuðungslögin sam-
svari að aldri efra (aðal) lurkalaginu í þessum mýrum. Enga mögu-
leika hafði hann til að færa sönnur á þetta, en þessi tilgáta má nú
teljast nærri réttu. Ég hefi síðasta áratuginn mælt meira eða minna
nákvæmt fjölda mýrasniða á Norðurlandi. Eru nokkur þeirra sýnd
á 5. mynd. f flestum sniðum er aðallurkalagið milli laganna II
og H.j, nær þó víðast nokkuð niður fyrir H4 og einnig dálítið upp
fjnrir H3, en nokkru ofan við H3 eru víðast í sniðunum allskörp
mörk milli fúins og lítt fúins mýrarjarðvegs. Eru þau mörk vafalaust
frá mótrnn brons- og járnaldar, 500—600 f. Kr. Ég birti hér einnig
frjólinurit, sem ég gerði fyrir tveimur áratugum, en birti aldrei,
þvi að bæði var það næsta ófullkomið, og kom það einnig til, að
á meðan ég var haldinn þeirri skoðun, að H3 væri öskulagið, sem
eyddi Þjórsárdal (það var raunverulega H3), var erfitt að skilja
frjólínuritið. Þetta línurit styrkir þá ályktun, sem draga má af mýra-
sniðunum, að birkiskógar hafi náð mestri útbreiðslu norðanlands á
síðari hluta subboreala eða siðara hlýþurra tímabilsins. Hafa þá
flestar mýrar norðanlands verið skógi vaxnar og skógarmörk í land-
inu lágu mun hærra en nú. Tímabilsskiptingin í línuritinu er gerð
með hliðsjón af aldri öskulaganna, og eru brotnu línurnar ekki eins
öruggar og þær heildregnu (Gildir það einnig um 4. mynd). Hin
háa hundraðstala birkifrjós í tveimur neðstu sýnishornunum stafar
áreiðanlega að verulegu leyti af fjalldrapafrjói. Brotna línan sýnir,
hvernig birkihnan væri að líkindum, ef fjalldrapafrjóið væri frá
dregið. Annars er varasamt að draga víðtækar ályktanir af einu
einasta frjólínuriti, og læt ég því staðar numið og það því fremur,