Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 68

Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 68
174 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN að hækkunin myndi nema um 0,5 mm árlega eða 5 sm á öld. Síðan hafa nákvæmar mælingar á sjávarborði víða um heim sýnt, að liækk- unin muni vera a. m. k 1 mm árlega, þ. e. 1 metri á þúsund árum. Fleira getur valdið breytingu á heildarvatnsmagni sjávar en jökla- breytingar. T. d. geta afrennslislaus vötn myndazt eða horfið, en jökla- breytingar ráða samt langmestu hér um. Þær afstöðubreytingar láðs og lagar, sem orsakast af sigi eða risi landanna sjálfra, nefnast á vísindamáli ísóstatískar eða jafnvægis- leitandi, en þær, sem orsakast af breytingu á magni sjávarvatnsins kallast eustatískar. Þær fyrmefndu eru meira eða rninna staðbundn- ar, einn landshluti getur verið að hækka, annar að lækka, en þær síðarnefndu ná yfir öll heimshöfin. Hækki sjórinn „eustatískt“ við Álftanes, hækkar hann einnig við Góðrarvonarhöfða. Það sem kallað er landhækkun (landris) og landsig er venjulegast árangur af sam- verkan eða gagnverkan ísóstatiskra og eustatískra sjávarstöðubreytinga. Land getur raunverulega verið að rísa, en sjórinn þó að ganga á það, vegna þess að sjávaryfirborð hækkar örar en land ris. Oft er því mjög erfitt að gera sér grein fyrir því, hvers eðlis afstöðubreytingarnar raunverulega eru, og rannsóknir á þessum fyrirbærum eru orðnar eitt af flóknustu viðfangsefnum kvarterjarðfræðinnar. Hér á landi mun Eggert Ólafsson fyrstur fræðimanna hafa fjallað um sjávarstöðubreytingar. 1 ferðahókinni (Reise igiennem Island, s. 870) ræðir hann m. a. um fjörumóinn við Álftanes og Akranes, svo sem nánar mun verða vikið að i grein síðar. Hann lýsir einnig skeljalögum undir hrauni austan við Sogið (Guðm. Kjartansson telur það muni vera við Ásgarðslæk) og nefnir fleiri fundarstaði skelja í Árnessýslu og víðar. Eggert er haldinn vatnsþverrunarkenn- ingunni, en á þó erfitt með að skýra allt út frá henni og grípur þá til náttúrubyltinga, sem orðið hafi, án þess að gera nánar grein fyrir þeim breytingum. Sveinn Pálsson athugaði á sínum ferðum ýmislegt viðvíkjandi hærri sjávarstöðu fyrrum. Ýmsir af þeim erlendu fræði- mönnum, er ferðuðust um landið á 19. öld (Th. Kjerulf, G. Winkler, C. W. Paijkull o. fl.), lögðu og orð í belg um þetta efni, en fyrsta ritgerðin að gagni um sjávarstöðubreytingar hérlendis er ritgerð þýzka jarðfræðingsins K. Keilhacks: „Ueber postglaciale Meeresabla- gerungen in Island11, sem út kom 1884. Keilhack athugaði fomar sjávarmenjar um Suðurland og víðar og sýnir á korti landssvæði þau, sem legið hafa undir sæ eftir ísöld. Hann telur, að sjór hafi staðið hæst í ísaldarlokin, en hafi hvergi náð hærra en um 4Q m yfir núv.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.