Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 34
142
NÁTTtJRUFRÆÐINGURINN
Þyngdarmælingarnar verður að skoða í Ijósi þess, að hið háa bing-
myndaða land nútímans er orðið til úr lágri flatneskju, og þær beina
þá athyglinni að ákveðnum átökum, sem hafa hlotið að verða og
leiddu til samþjöppunar og þykknunar léttra undirlaga. Hálendis-
myndunin hér verður að því leyti sambærileg við myndun hinna miklu
fjalllenda eins og Alpafjalla og annarra meginfellingafjalla, að undir-
rótin eru átök, sem valda samþjöppun og þykknun léttrar skorpu,
þótt átökin hér hafi verið í miklu minni stíl, en þegar um megin fjall-
garðana var að ræða.
Spurningunni um tilveru hins forna láglendis er að sjálfsögðu ekki
svarað með þessu, að öðru leyti en því, að þá þegar hlutu að vera
léttari lög undir landinu en undir hafsbotninum. Við getum hugsað
okkur, að þar hafi verið um leifar af gamalli meginlandsspildu að
ræða, því meginlandi, sem áður var minnst á. Við kæmum þá aftur
að hinni torráðnu gátu, hvernig meginlandið hefði mátt sökkva, jafn-
framt því, sem Islandi var hlíft við kaffæringunni. Hitt er miklu
aðgengilegri skýring á tilveru hins forna Tslands, að það hafi myndazt
á alveg sama hátt og hálendið síðast, þ. e. með samþjöppun á léttu
lagi í skorpunni. Og líklegt mætti telja, að bæði samþjöppun og
framleiðsla á lausum og léttum gosefnum hafi verið ráðandi um
sköpun landsvæðisins. Samkvæmt þessari hugmynd væri úthafið
eldra en íslenzka landsvæðið. Upp af botni þessa úthafs hefðu risið
hryggir, ýmist vegna samþjöppunar, þegar þannig reyndi á skorp-
una, eða vegna eldgosa, þegar' þjöppunin rénaði og nýtt kraftasvið
leiddi til sprungumyndana á þeim ræmum, þar sem umrótið hafði
áður orðið.
Landið, sem myndaðist á Islandssvæðinu, var þó fyrr meir miklu
víðáttumeira en land nútimans, fram hjá því verður ekki komizt.
Við verðum að reikna með að land hafi sokkið í sæ, en það þarf ekki
að hafa verið eiginlegt meginland og virðist hægt að skýra eyðingu
þess með þeirri hugmynd, sem hér er rætt um. Ég talaði um hnoðan-
leg lög, þykknun skorpu vegna hnoðunar. Þá mætti spyrja, hvort
hið samanhnoðaða efni mundi ekki renna út aftur að lokinni sam-
þjöppun. Tilhneiging til útrennslis var vafalaust til staðar, en vafi
leikur á um hitt, hvort efnið sé nægilega mjúkt til að renna undan
eigin þunga, þótt það geti hnoðast undir miklum hliðarþrýsting. Við
getum aðeins sagt, að mjög hægfara útrennsli sé hugsanlegt, en það
mundi náttúrlega jafngilda lækkun landsvæðis að nýju. Hið sokkna