Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 55
FRÓÐLEGAR JÖKULRÁKIR
161
4. mynd. Tvíátta jökulrákir á Hálsinum sunnan Skorradals. Eldra kerfið, stórger
gróp, stefnir af neðra myndarhorni til vinstri á efra horn til hægri, en yngra kerfið,
fínar rispur, frá vinstri til hægri. ■— Intersecting sets of striœ. The older set points
from the lower left hand corner of the picture, and the younger from left to right.
Háls, south of Skorradalur. —• Ljósm. Guðm. Kj.
y. s. er berggrunnurinn mjög hulinn stórgrýtishnullungum, sem
margir hverjir eru rækilega ávalaðir. Þetta getur varla annað verið en
jökulruðningur (þótt nokkuð sé hann kynlegur að gerð) og líklegt,
að efri takmörk beltisins marki jökulþykkt um eitthvert skeið. Hæð
þeirra — um 450 m y. s. — stendur þó illa af sér við melkragann,
sem fyrr getur á Reynivallahálsi í aðeins 400 m hæð. Þar ættu mörkin
að vera hærri, því að yfirborði jökulsins hlýtur að hafa hallað út eftir
Hvalfirði. Þessar markalínur geta því ekki verið samtímamyndanir.
En vera má, að önnur hvor þeirra marki mestu hæð Hvalfjarðar-
jökulsins á siðasta jökulskeiði. Og enn er til sá möguleiki, sem fyrr
getur, að þessi jökull hafi náð upp yfir Akrafjall. Hér ber mikið á
milli, en sennilega má skera úr þessu með nánari rannsókn jökul-
minja á fjöllum við Hvalfjörð, og þeim skal að forfallalausu haldið
áfram.
Á Hálsinum milli Grafardals og Skorradals hef ég fundið fallegt
dæmi um tvö rákakerfi, sem skerast. Ég leitaði þarna lengi að jökul-
11