Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 95
Hermann Einarsson:
Hvar eru takmörk landgrunnsins?
Island er einbúi i Atlantshafi. Það liggur „Ægi girt, yzt á Ránar-
slóðum“, eins og skáldið segir. Landamæri þess eru því eins glögg og
frekast verður á kosið. En raunveruleg landamæri Islands liggja ekki
við sjávarmál. Islandi tilheyra grunn, firðir og flóar, og um það
er deilt, hvaða sjávarsvæði í nánd við strönd landsins séu íslenzk
hafsvæði. Það virðist augljóst, að við verðum að gera nánari grein
fyrir því, hvar raunveruleg „landamæri“ Islands liggja neðansjávar.
Hvar á að draga þá markalinu?1)
Landgrunnið er mjög misbreitt, og eins er það misjafnlega vog-
skorið. Það vekur strax athygli, ef lega vogskorninganna er athuguð
nánar, að þeir liggja einkum undan mynnum núverandi fjarða eða
undan meginfljótum, sem til sjávar renna. Öneitanlega liggur nærri
að álykta, að einhvern tíma hafi grunnin innan við 200 metra dýpi
verið þurrt land, og þá hafi dalir skorizt eftir fljótstefnum, og skrið-
jöklar síðan sorfið þá í núverandi mynd, en þar sem aðrar skýringar
koma lika til greina, verður að svo stöddu ekkert um þetta fullyrt.
Á það má þó benda, að svo virðist sem í mynni neðansjávarfjarðanna
séu „delta“, eins og þekkt eru undan mynnum stórfljóta. Kemur
þetta glögglega i ljós, ef teiknaðar eru jafndýptarlínur þéttar en venja
er til. Fylgir þessu greinarkorni dýptarkort af botninum undan Suð-
austurlandi. Til þess að sjá þetta, verður lesandinn að fylgja dýptar-
línunum á kortinu. Jafndýptarlínurnar fyrir 150 og 200 metra marka
greinilega legu neðansjávardalanna í landgrunninu. Fylgi augað hins
vegar 300 metra dýptarlínunni sést, að hún tekur á sig sveig undan
1) Tilefni þessarar greinar er einkum það, að í lögunum frá 1948 um vísinda-
lega verndun landgrunnsins er þess ekki getið við hvaða dýpi miða skal, þegar rætt
er um landgrunnið. 1 athugasemdum með frumvarpinu er hins vegar sagt: „Land-
grunnið er nú talið greinilega afmarkað á 100 faðma dýpi“. (Alþt. 1947, A. 841).
Ekki er mér kunnugt um að svo sé talið.