Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 57

Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 57
FRÓÐLEGARJÖKULRÁKIR 163 í vari fyrir hafróti, hafa rákir getaS varðveitzt. Mér hefur aðeins tekizt að finna þar einhlítar jökulrákir á þremur stöðum (í júní 1952), á Tréseyjarrifi í Látralöndum og í Byrgistangavogi og á Langatanga í Skáleyjum. Á öllum þessum stöðum fundust rákimar niðri í fjöru. Örlítið sér á hinn rákaða flöt fyrir möl og leðju, sem hylur klöppina, svo að ég varð að moka ofan af honum til að ákveða stefnu rákanna, sem eru smágervar, en skarpar rispur. Stefnan — milli N 13° A og N 48° A — sýnir, að jöklar hafa gengið þarna yfir ofan af Barða- strönd, en þó skáhallt út til hafs, eins og meginjökull Breiðafjarðar hafi sveigt þá til vesturs. Hálendið, sem að Breiðafirði liggur á þrjá vegu er alls staðar mjótt frá núverandi lóglendi eða ströndu til vatnaskila, hvergi breiðara en um 15 km. En vatnaskilin eru yfirleitt svo há, að þau hljóta að hafa bægt ísstraumnum, bæði suðaustan af Miðhálendi og norðan af Vest- fjörðum, frá Breiðafirði. Til þess að mynda skriðjökul, er gengi út Breiðafjörð, urðu því að nægja þær snjófyrningar, sem fjallendið innan vatnaskila gat lagt fram, að viðbættum fyrningum af láglendi og á firðinum sjálfum — ef snælínan var þá nógu lág, til að einnig þar safnaðist snjór. Af þessum ástæðum mætti ætla, að á síðasta jökulskeiði hefðu jöklar náð litið eða ekkert út til Breiðafjarðareyja og þar hefði jafnvel verið allstórt autt láglendi, ekki sízt þar sem full- víst má telja, að sjávarborð hafi legið allmiklu lægra en nú, meðan jöklar voru mestir. Stefna jökulráka á þeim stöðum, sem að framan getur, sannar þó, að jökull gekk langt út á Breiðfjörð, sennilega út yfir yztu eyjar. En það hendir aftur til, að snælína hafi legið mjög lágt á síðasta jökulskeiði. Melrakkaslétta. Á Melrakkasléttu stefna jökulrákir alls staðar þar, sem ég hef at- hugað þær (í júlí 1946) þvert út af ströndinni. Athugunarstaðir og stefnan er hvort tveggja sýnt á 5. mynd og skal ekki lýst nónar. En stefnan á austurströndinni (hjá Hólsvatni og Raufarhöfn) og víða á vesturströndinni sýnir, að ísaskil hafa legið út eftir miðjum skag- anum. Jökullinn, sem síðastur þakti þennan skaga, hefur því ekki að ráði ýtzt út á hann ofan frá meginjökulbreiðu landsins, heldur mynd- azt af snjófyrningum á sjálfri Melrakkasléttu. Nú er Sléttuheiði á miðjum skaganum, þar sem ísaskilin hafa legið, aðeins um 100 m há
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.