Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 39
ÞYNGDARMÆLINGAR Á ÍSLANDI
147
skjálftar fundust ekki eða lítt í Skaptafellssýslum, og þannig kemur
skiptingin í sérstök svæði fram á ýmsan hátt.
Auk þessara drátta í þyngdarsviðinu finnum við fjölda víðáttu-
minni hæða og dælda. Landeyjar og Yestmannaeyjar liggja í þyngdar-
dæld og sama er að segja um Þingvallavatn.
Grannur en hár þyngdarhryggur er innan og norðan við Reykja-
vík, hæðir eru sunnan undir Esju og í Hvalfirðinum. Hæð er norðan
í Hafnarfjalli, en dæld norðvestan með Akrafjalli. Greinilegir fínni
drættir í þyngdarkortinu eru og á Snæfellsnesi og um Breiðafjörð,
og þannig raunar á öllu því svæði, þar sem þéttar þyngdarmælingar
voru gerðar.
Hér er ekki hægt að fara frekar inn á túlkun kortsins, enda yrði
þá jafnframt að rekja jarðfræði landsins meira en rúmið leyfir. Auk
þess getur ekki að sinni verið um neina fullnaðartúlkun að ræða.
Megin hluti landsins var mældur til að fá fram hina stóru drætti.
Mælingar eru því víða of dreifðar til þess að fínni drættir komi
skýrt fram, en varla þarf að efa, að þeir mundu finnast með þéttari
mælingum. Æskilegt væri að fjölga mælistöðvum á þessum svæðum,
en þar eru þó víða verulegar hindranir á vegi. í mjög mishæðóttu
landi, eins og t. d. á kjálkanum milli Bárðardals að austan og Langa-
dals að vestan, er nær ógerningur að koma við þéttum mælingum.
Þannig getur ekki orðið um það að ræða í náinni framtíð, að mæli-
staðir verði um allt land eins þéttir og á láglendinu sunnan- og suð-
vestanlands. Samt má enn bæta við fjölda gagnlegra mælistaða, án
verulegra hindrana, og má vera að það verði gert áður en langt
líður. Eins væri mjög æskilegt, að geta mælt þyngdina á hafinu út
frá landinu vegna þeirra upplýsinga, sem það gæti veitt um mót
lands og sjávar, bæði eins og þau nú eru og þá ekki síður að freista
þess að fá upplýsingar um gerð hafsbotnsins á stærra svæði í kringum
landið, í von um, að það gæfi öruggari hugmyndir um þróun þessa
svæðis og sjálfa tilveru landsins á svo óliklegum stað, sem það er á,
í miðju úthafi. Slíkar mælingar eiga þó lengra í land, þar sem þyngd-
armælingar á sjó eru enn mjög erfiðar.