Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 39

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 39
ÞYNGDARMÆLINGAR Á ÍSLANDI 147 skjálftar fundust ekki eða lítt í Skaptafellssýslum, og þannig kemur skiptingin í sérstök svæði fram á ýmsan hátt. Auk þessara drátta í þyngdarsviðinu finnum við fjölda víðáttu- minni hæða og dælda. Landeyjar og Yestmannaeyjar liggja í þyngdar- dæld og sama er að segja um Þingvallavatn. Grannur en hár þyngdarhryggur er innan og norðan við Reykja- vík, hæðir eru sunnan undir Esju og í Hvalfirðinum. Hæð er norðan í Hafnarfjalli, en dæld norðvestan með Akrafjalli. Greinilegir fínni drættir í þyngdarkortinu eru og á Snæfellsnesi og um Breiðafjörð, og þannig raunar á öllu því svæði, þar sem þéttar þyngdarmælingar voru gerðar. Hér er ekki hægt að fara frekar inn á túlkun kortsins, enda yrði þá jafnframt að rekja jarðfræði landsins meira en rúmið leyfir. Auk þess getur ekki að sinni verið um neina fullnaðartúlkun að ræða. Megin hluti landsins var mældur til að fá fram hina stóru drætti. Mælingar eru því víða of dreifðar til þess að fínni drættir komi skýrt fram, en varla þarf að efa, að þeir mundu finnast með þéttari mælingum. Æskilegt væri að fjölga mælistöðvum á þessum svæðum, en þar eru þó víða verulegar hindranir á vegi. í mjög mishæðóttu landi, eins og t. d. á kjálkanum milli Bárðardals að austan og Langa- dals að vestan, er nær ógerningur að koma við þéttum mælingum. Þannig getur ekki orðið um það að ræða í náinni framtíð, að mæli- staðir verði um allt land eins þéttir og á láglendinu sunnan- og suð- vestanlands. Samt má enn bæta við fjölda gagnlegra mælistaða, án verulegra hindrana, og má vera að það verði gert áður en langt líður. Eins væri mjög æskilegt, að geta mælt þyngdina á hafinu út frá landinu vegna þeirra upplýsinga, sem það gæti veitt um mót lands og sjávar, bæði eins og þau nú eru og þá ekki síður að freista þess að fá upplýsingar um gerð hafsbotnsins á stærra svæði í kringum landið, í von um, að það gæfi öruggari hugmyndir um þróun þessa svæðis og sjálfa tilveru landsins á svo óliklegum stað, sem það er á, í miðju úthafi. Slíkar mælingar eiga þó lengra í land, þar sem þyngd- armælingar á sjó eru enn mjög erfiðar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.