Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 34

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 34
142 NÁTTtJRUFRÆÐINGURINN Þyngdarmælingarnar verður að skoða í Ijósi þess, að hið háa bing- myndaða land nútímans er orðið til úr lágri flatneskju, og þær beina þá athyglinni að ákveðnum átökum, sem hafa hlotið að verða og leiddu til samþjöppunar og þykknunar léttra undirlaga. Hálendis- myndunin hér verður að því leyti sambærileg við myndun hinna miklu fjalllenda eins og Alpafjalla og annarra meginfellingafjalla, að undir- rótin eru átök, sem valda samþjöppun og þykknun léttrar skorpu, þótt átökin hér hafi verið í miklu minni stíl, en þegar um megin fjall- garðana var að ræða. Spurningunni um tilveru hins forna láglendis er að sjálfsögðu ekki svarað með þessu, að öðru leyti en því, að þá þegar hlutu að vera léttari lög undir landinu en undir hafsbotninum. Við getum hugsað okkur, að þar hafi verið um leifar af gamalli meginlandsspildu að ræða, því meginlandi, sem áður var minnst á. Við kæmum þá aftur að hinni torráðnu gátu, hvernig meginlandið hefði mátt sökkva, jafn- framt því, sem Islandi var hlíft við kaffæringunni. Hitt er miklu aðgengilegri skýring á tilveru hins forna Tslands, að það hafi myndazt á alveg sama hátt og hálendið síðast, þ. e. með samþjöppun á léttu lagi í skorpunni. Og líklegt mætti telja, að bæði samþjöppun og framleiðsla á lausum og léttum gosefnum hafi verið ráðandi um sköpun landsvæðisins. Samkvæmt þessari hugmynd væri úthafið eldra en íslenzka landsvæðið. Upp af botni þessa úthafs hefðu risið hryggir, ýmist vegna samþjöppunar, þegar þannig reyndi á skorp- una, eða vegna eldgosa, þegar' þjöppunin rénaði og nýtt kraftasvið leiddi til sprungumyndana á þeim ræmum, þar sem umrótið hafði áður orðið. Landið, sem myndaðist á Islandssvæðinu, var þó fyrr meir miklu víðáttumeira en land nútimans, fram hjá því verður ekki komizt. Við verðum að reikna með að land hafi sokkið í sæ, en það þarf ekki að hafa verið eiginlegt meginland og virðist hægt að skýra eyðingu þess með þeirri hugmynd, sem hér er rætt um. Ég talaði um hnoðan- leg lög, þykknun skorpu vegna hnoðunar. Þá mætti spyrja, hvort hið samanhnoðaða efni mundi ekki renna út aftur að lokinni sam- þjöppun. Tilhneiging til útrennslis var vafalaust til staðar, en vafi leikur á um hitt, hvort efnið sé nægilega mjúkt til að renna undan eigin þunga, þótt það geti hnoðast undir miklum hliðarþrýsting. Við getum aðeins sagt, að mjög hægfara útrennsli sé hugsanlegt, en það mundi náttúrlega jafngilda lækkun landsvæðis að nýju. Hið sokkna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.