Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 32

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 32
140 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN AÐALDRÆTTIR ÞYNGDARSVIÐSINS Á hverjum stað minnkar þyngdin, þegar farið er hærra (fjær jarð- miðju). Þessi áhrif hæðar, sem eru auðreiknuð, verður að losna við, þegar gera á þyngdarkort, og flytja alla mælistaði reikningslega niður að sjávarborðshæð. Á sama hátt bætist reglulega við þyngdina um 1 milligal fyrir hverja bogamínútu, sem staðurinn liggur norðar á hnettinum. Þessi áhrif eru einnig dregin frá mældri þyngd. Eftir eru þá eingöngu þau áhrif, sem stafa frá byggingu undirgrunnsins. Kort yfir þau áhrif er sýnt á mynd 3. Jafnþyngdarlínurnar liggja sem óreglulegir sporbaugar umhverfis miðju landsins. í miðju er sýnt gildið -í-35 milligal, en —(—40 til +60 milligal línur liggja út við ströndina. Þetta má orða svo, að þyngdarsviðið sé um og yfir 75 milli- gala djúp skál. Merkingu kortsins má orða þannig: Ef öllu bergi væri flett ofan af landinu þannig, að eftir stæði marflöt slétta, jafnhá meðal sjávar- máli; ef jörðin væri kúla og snerist ekki; þá mundi þyngdin á þessu flata landi breytast eins og kortið sýnir. Hún mundi vera mest við strendurnar og minnka, nokkuð jafnt, um ca. 75 milligal inn að landsmiðju. Þetta táknar að undir miðjunni er léttara efni, eða meira af léttu efni en undir strandsvæðunum. Slíkt land mundi ekki vera í flot- jafnvægi, heldur mundi það hafa tilhneigingu til að rísa um miðj- una. En nú er í reyndinni farg ofan á þessu flatlendi, í stórum dráttum binglaga farg, eins konar spegilmjmd af þyngdarskálinni. Og það er auðreiknað, að aðdráttaraflið frá þessum bing, við mæl- ingu á honum miðjum, er einmitt í kringum 75 milligal. Það þýðir, að það efni, sem vantar undir sjávarmáli, er að finna ofan við það, að heildarefnismagnið tekið niður í gegnum binginn og niður úr skorpunni, er alls staðar jafnt, en það jafngildir því, að landið og einstakir stærri hlutar þess séu í flotjafnvægi. Island er ekki hraukur, sem borinn er uppi af sterku jarðskurni, það er spilda, sem flýtur á dýpri lögum og rís hátt yfir botn Atlantshafsins vegna þess, að í henni er léttara efni en í undirlögum hafsbotnsins. Og landið er hæst um miðjuna af því að þar xmdir er léttasta efnið. Þessi niðurstaða gefur tilefni til bollalegginga um það, hvaða létta efni þetta geti verið og hvernig standi á því á þessum stað, en það er um leið spurningin um það, hvers vegna ekki er djúpt úthaf, þar sem ísland stendur nú.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.