Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 50

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 50
156 NÁTTÍTRUFRÆÐINGURINN Ég byrjaði rannsóknir mínar á jökulrákum (og öðrum minjum frá ísaldarlokum) í átthögum mínum i Árnessýslu, en hef síðan haldið þeim áfram víðar um land. í þeim landshlutum, sem kortið (3. mynd) nær yfir, eru athuganir mínar samfelldastar, þó að þar séu enn slæm- ar eyður. Þar hef óg athugað og skráð stefnu jökulráka á meir en tvöfalt fleiri stöðum en sýnt er á kortinu. Ulgerlegt var að merkja allar þær athuganir á kort í svo smáum mælikvarða, enda engin nauðsyn. Jökulrákir eru ekki allar jafnfróðlegar. Niðri í dölum er yfirleitt litið á þeim að græða. Þar bregzt sjaldan, að þær stefna eins og dalurinn („fram“ sunnanlands, „út“ annars staðar). öðru máli gegnir á jafnlendi, hvort sem það er hátt eða lágt, og eins uppi á hálsum milli dala. Þar sýna rákirnar skriðstefnu meginjökulsins og gefa þar með i skyn, hvar hvirfill hans lá eða ísaskilin. Um þetta eru þó fróðlegastar þær jökulrákir, sem finnast uppi á fjallakollum. Þær sýna stefnu jökulsins, meðan hann var enn svo þykkur, að fjallið var i kafi. En þar sem engar rákir finnast á háu fjalli, getur verið ástæða til að ætla, að lcollur þess hafi staðið upp úr jökulskild- inum allt siðasta jökulskeiðið. Þorvaldur Thoroddsen fann jökulrákir í stefnu S—N hæst á Sel- landafjalli suður af Mývatnssveit, en engar á Bláfjalli, sem er litlu austar. Af því dró hann þá ályktun, að ísaldarjökull hefði gengið yfir Sellandafjall, sem er um 580 m hátt yfir jafnsléttu (988 m y. s.), en Bláfjall, sem er hærra, 1222 m y. s., hefði alltaf staðið upp úr.1) Hér á eftir verður sagt frá fróðlegum jökulrákum á nokkrum stöð- um, sem ég hef ekki birt neitt um áður. Rannsóknunum er enn of skammt komið, til að tímabært sé að birta heildamiðurstöður af þeim. Eftirfarandi dæmi eru fremur til tínd í því skyni að vekja athygli á fyrirbærinu og sýna, hve jökulrákir geta verið lærdómsríkar um jöklafar hér á landi á siðasta skeiði ísaldar. ReykjanesfjallgarÖur -— Borgarfjarðardalir. Stefna jökulráka á Reykjanesskaga og upp af honum sýnir ljóslega, að ísaskil hafa legið eftir fjallgarðinum frá Hengli og eitthvað vestur fyrir Grindavík og jöklar skriðið þaðan til beggja hhða. Þetta sést vel á kortinu (3. mynd). 1) Þ. Thoroddsen: Island. Grundriss der Geographie und Geologie. — Petermanns Mitteilungen. Gotha 1905, 1906. Bls. 334.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.