Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1958, Qupperneq 8

Náttúrufræðingurinn - 1958, Qupperneq 8
150 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ljóst, hvort Þorvaldur á við, að þarna sé um að ræða raunverulegt afrennsli (útfall) eða aðeins leka í gegnum gropin jarðlög. Hið síðara væri rétt. En þess var ekki langt að bíða, að útfallið úr Langasjó fyndist. Haustið 1894 fóru þrír Skaftfellingar í leitir í Fögrufjöll og leit- uðu lengra inn eftir fjallgarðinum en áður hafði verið farið. Þeir voru Guðmundur Guðmundsson vinnumaður á Svartanúpi, Jón Benediktsson í Þykkvabæ í Landbroti og Þórarinn vinnumaður á Prestsbakka. Þeir komu fyrstir manna að útfállinu úr Langasjó. Guðmundur á Svartanúpi skrifaði Þorvaldi Thoroddsen þegar um ferð þeirra og lýsir útfallinu og staðháttum við það skilmerki- lega, en Þorvaldur birtir tíðindin af þessari uppgötvun ásamt kafla úr bréfinu (dags. 21. okt. 1894) í næsta árg. Andvara (Þorv. Th. 1895, bls. 83-84). Útfallið reyndist vera um þröngt skarð í gegnum Fögrufjöll innanverð. Það beljar stuttan spöl niður í allstórt lón, en úr því er aftur lygn ós austur í Skaftá. Bæði sjálf útfallsáin og lónið, sem hún rennur í gegnum, eru svo aðkreppt milli brattra fjalla, að ekk- ert ber á þeim fyrr en að er komið. Áin í heild er nú jafnan nefnd Útfall. Það annað í lýsingu Þorvalds á Langasjó, sem ekki kemur heim við núverandi ásigkomulag vatnsins, er sú staðhæfing, að skrið- jökull gangi niður í norðurenda þess. Þar er nú um 1—4 km breið landræma milli jökulsporðs og vatnsenda. En þetta hefir breytzt, eins og síðar mun að vikið. Sumurin 1937 og 1938 voru geysistór svæði af Miðhálendinu og þar á meðal Langisjór ljósmynduð úr lofti á vegum Landmælinga- stofunnar dönsku (Geodætisk Institut). Á þeinr kortblöðum af Uppdrætti íslands, sem fyrst voru gerð eftir þeim ljósmyndum, og komu út 1943 og 1945, vantar enn Útfallið úr Langasjó. Skarð- ið er að vísu sýnt, einnig lónið og ósinn úr því, en fast við Langa- sjó er skarðinu lokað af 680 m hæðarlínunni. En í seinni útgáfu, 1953, var þetta lagað. Skaftártungumenn leita nú Fögruljöll á hverju hausti allt inn að Útfalli, en inn yfir Jrað hefur ekki verið farið nema tvisvar, að því er ég bezt veit. Haustið 1946 fór þrír menn í eftirleit af Síðu. Það voru bræð- urnir Eiríkur (nét bóndi á Ásmundarstöðum í Holtum) og Odduv Sktilasynir í Mörtungu og Ólafur Vigfússon á Þverá. Þeir Eiríkur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.