Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 11

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 11
LANGISJÓR OG NÁGRENNI 153 2. mynd. Landslag á Tungnáröræfum, liorft austur. Fremst: vikrar. Á miðri rnynd: ljósari melöldur (jökulruðningur), sem standa upp úr vikrinum. í baksýn: móbergshryggir, Grænifjallgarður (nær) og Sveinstindur (fjaer). Foreground: valley jloor covered with dark pumice from whicli some morainic hills are protruding (showing in lighter shade). Background: the móberg ridges of Grcenifjallgarður and Sveinstindur. Ljósm.: Guðm. Kjartansson. Fljótsodda við upptök Hverfisfljóts. Næstu daga skoðuðum við Lakagíga og komum 4. ágúst niður að Þverá austast á Síðu. í síðari ferð minni að Langasjó vorum við Þorvaldur Þórarins- son lögfræðingur tveir saman. Við lögðum upp úr Reykjavík 31. ágúst sl. og ókum alla leið að Langasjó, tjölduðum daginn eftir norðan undir Sveinstindi, þar sem ekki varð lengra komið jepp- anum. Þaðan gengum við um Fögrufjöll inn að Útfalli og gistum eina nótt hjá leitarmannakofa í Grasveri. Leiðin þangað frá Sveins- tindi liggur eftir endilangri geilinni í Fögrufjöllum fram hjá mörgum tærum stöðuvötnum, og er þar víðast greitt að ganga og alls staðar stórkostlegt og fagurt landslag. Leitarmenn fara þar með hesta á hverju hausti. Á einurn stað skerst vík, sem nefnist

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.