Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1958, Side 16

Náttúrufræðingurinn - 1958, Side 16
158 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN grýtislög. Suðurfjallgarðurinn er sérkennilega vel gróinn, einkum suðurhlíðin og ekki sízt þar, sem allmikill bratti er. Gróðurinn er mest mosi, en einnig gras og mikið af blómfögrum fjalljurtum. í framhaldi til suðvesturs af Fögrufjöllum rís Sveinstindur (1090 m y. s.) tígulegastur allra fjalla á Tungnáröræfum og einnig hæst- ur að undanskildum Kerlingum upp af Tungnárbotnum innri og öðrum randfjöllum Vatnajökuls þar fyrir norðan. í geilinni, sem skilur norður- og suðurhrygg Fögrufjalla, er röð af stöðuvötnum — eða lónum, eins og Skaftártungumenn kalla þau jafnan. Öll þessi lón, 8 eða 9 að tölu, eru afrennslislaus, nema hvað lækur rennur úr einu lóninu yfir í hið næsta, þegar lágt er í þeim, en þegar vatnsborðið hækkar, vaxa bæði þessi lón saman í eitt. Nú í haust voru fjöruborð við öll lónin, víðast nokkurra metra há, svo að vatnið í þeim hlýtur að hækka og lækka eftir árstíð og veðráttu. Mikið vantar á, að lægðirnar, sem lónin eru í, fyllist nokkurn tíma upp á barma. Svo myndi þó fara, ef bergið í Fögru- fjöllum væri vatnshelt. En þetta er ekkert einsdæmi. Afrennslis- lausar lægðir með tjarnastæðum og fjöruborðum eru eitt af ein- kennum móbergssvæða og sýna, að bergið heldur illa vatni. Yfirborð flestra lónanna í Fögrufjöllum er sýnu hærra en yfirborð Langa- sjóar, og má raunar af því marka, að lekinn gegnum móbergið sé hægur. Lónin í Fögrufjöllum eru með tæru vatni, en Langisjór er allur svo litaður jökulgruggi, að ekki sér í botn á meira en 10—15 cm dýpi, jafnvel ekki í syðstu víkinni, fjarst jöklinum. Veiðilaust er í öllum þessum vötnum. Við Þorvaldur sáum mikið af skötuormi í innsta lóninu framan Útfalls, en livergi annað kvikt. Eins og þegar er getið, finnst vart annað fast berg en móberg í Fögrufjöllum og við Langasjó. En auk þess er landslagið einhlítt dæmi um móbergslandslag og þó í svipmesta og fegursta lagi. Allir hinir stærri drættir landslagsins liggja í sömu stefnu, og hér er sú stefna norðaustur-suðvestur, „landnorðurstefnan", eins og yfirleitt á Suðurlandi. (Nánara til tekið er hún sem næst N43°A á svæðinu milli Skaftár og Tungnár) í þessa stefnu liggja fjöll og dalir, stór- árnar og stöðuvötnin, og henni fylgja enn fremur hinar unglegu gossprungur og gígaraðir beggja vegna þess svæðis, sem hér er um að ræða, t. d. Lakagígar og Eldgjá í suðaustri og Vatnaöldur og Heljargjá í norðvestri. Þessir landslagsdrættir gefa í skyn, að þarna „liggi í“ jarðskorpunni að sínu leyti eins og í furuborði,

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.