Náttúrufræðingurinn - 1958, Side 20
162
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
6. mynd. Fagrifjörður, Langisjór. Háskanef yzt t. v.
Móberg cliffs at Langisjór.
Ljósrii.: Guðm. Kjartansson.
vera mun myndunarskeið flestra íslenzkra móbergsfjalla, hafi ís-
skjöldurinn verið sérlega þykkur yfir Tungnáröræfum. Og fleira
ber að sama brunni. I.ega þessa svæðis nærri suðurströnd landsins
gerir þetta sennilegt af veðurfræðilegum ástæðum, en auk þess
sýna jökulrákirnar á útjöðrum svæðisins (innan þess vantar þær
bergtegundir, sem slík merki geta varðveitzt í), að skriðstefna jök-
ulsins lá út af því til beggja hliða, t. d. vestur og jafnvel norðvestur
yfir Köldukvísl hjá Þórisósi, norður yfir Sprengisand og suðaustur |
yfir Síðumannaafrétt (Guðm. Kj. 1955).
Um öll Tungnáröræfi er móbergsgrunnurinn smurður jökul-
ruðningi og ausinn vikri, svo að varla sér á fasta klöpp nema á há-
vöðum, í brattlendi og í gilskorum. Ruðningsmelarnir, sem í
grennd við Langasjó eru fádæma snauðir að blágrýtissteinum, eru
víðast huldir þykkum vikursköflum í slökkum og á jafnlendi. Vik-
urinn er allur svartur (basaltvikur) og næst Langasjó mun mikið
af honum ættað úr Eldgjá og fleiri gömlum eldstöðvum í suð-