Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 21

Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 21
LANGISJÓR OG NÁGRENNI 163 austri, en sumt sennilega úr Vatnaöldum í norðvestri, og allmikið hefur eflaust bætzt við hann á síðari öldum úr Lakagígum og Kötlu. En vegna þess, að þarna er livergi verulegur jarðvegur og mun aldrei verið hafa, en hins vegar mikil sandrok, er erfitt eða ógerlegt að greina sundur vikurlögin úr einstökum eldstöðvum eða gosum. Á svæðinu milli Tungnár og Skaftár norðan Fjallabaks- vegar er ekki að sjá, að eldgos hafi orðið nokkru sinni eftir ísaldar- lok nema í Eldgjá og framlengingu af henni til norðausturs. Vatn og jökull Nú er horfið lónið, sem Þorvaldur Thoroddsen sá 1889, „með jökulvatni mjólkurhvítu" við jökulröndina milli Langasjóar og Tungnárbotna. En stæði þess sá ég vel ofan af jöklinum í fyrra sumar, og er það markað glöggum strandlínum, sem liggja í sömu hæð og skarð eitt suður úr vatnsstæðinu. Jökullinn liefur hörfað þarna liundruð metra og við það opnazt nýtt skarð með jökulrönd- inni svo djúpt, að lónið tæmdist. Þá er nú enn fremur komin aurslétta fjalla á milli framan við jökulinn þar, sem Þorvaldur segir hann ganga niður í endann á Langasjó. Ekki þykir mér koma til mála, að Þorvaldi hafi missýnzt um þetta, heldur hafi þarna orðið breyting á. Ekki nægir stytting jökulsins til að skýra þetta. Aursléttan er allt að 4 km á breidd milli jökulsporðs og vatnsenda að norðanverðu og um 1 km, þar sem mjóst er, undir Eögrufjöllum (samkv. korti Geod. Inst.), og fremstu ruðningsöldur jökulsins liggja um eða ofanvert við liana miðja. Þar virðast þær standast á við sams konar nýlegan jökul- ruðning í hlíðunum beggja vegna, en allur þessi ruðningur rnark- ar bersýnilega mestu framsókn jökulsins á síðari öldum. Hér mun liann aldrei hafa gengið lengra fram síðan í ísaldarlok, því að hinn úfni, unglegi jökulruðningur stingur hér — eins og raunar víðast livar við rendur núverandi jökla — svo greinilega í stúf við hina sléttu, vikurorpnu jökulmela ísaldarinnar, sem framar liggja. Sennilegt er, að jökullinn hafi verið nálægt hámarki framsóknar sinnar, þegar Þorvaldur Thoroddsen var þarna á ferð árin 1889 og 1893, og jökulsporðurinn þá legið þar, sem nú eru fremstu ruðningshólarnir. Síðan hefur jökulsporðurinn hörfað um l/2 km syðst á sléttunni og allt að 2 km að norðanverðu. En auk þess hefur vatnsströndin færzt fram svipaða vegalengd. Sá landauki liefur getað orðið með tvennu móti: vatnsendinn

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.