Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1958, Side 26

Náttúrufræðingurinn - 1958, Side 26
168 NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 9. mynd. Gamlar strandlínur við Langasjó. Old shore-lines of Langisjór. Ljósm.: Guðrn. Kjartansson. þarna að öllum líkinclum í ljós næstdýpsta skarðið út úr bergþró þeirri, sem Langisjór liggur í. Fullvíst má telja, að um rnikinn meirihluta þess tíma, sem liðinn er £rá ísaldarlokum og jarðfræð- ingar kalla „nútíma“ eða „mannöld", hafi Vatnajökull verið miklu minni en hann er nú og jafnvel ekki nerna svipur hjá sjón. Meðan svo var, mun Langisjór hafa haft afrennsli norðan við enda Fögru- fjalla austur í Skaftá. Nú eru að vísu aurarnir undan jökulsporð- inum við fjallsendann nokkru hærri en yfirborðið á Langasjó, og þeir kunna jafnvel að reynast hærri en efsta strandlínan. En þessir aurar eru ný jarðmyndun, sem fer enn þykknandi og hækk- andi. Fyrir þúsund árum voru þeir sennilega — og fyrir mörgum þúsundum ára nær örugglega — lægri en núverandi vatnsborð Langasjóar. „Hlýviðriskafla nútímans" lauk fyrir h. u. b. 2500 árum (nál. mótum bronsaldar og járnaldar), og hefur veðrátta yfirleitt verið óblíðari síðan. Vart kemur til mála, að Vatnajökull hafi náð fram

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.