Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 34

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 34
176 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN issa nytjafiska, t. d. karfa, þorska, ufsa og síldar. Af ljósátunni er náttlampinn stærstur og kraftmestur og getur hann synt röska 100 metra á klukkustund. Hann finnst mest við suður- og vesturströnd íslands, og hrygnir hann eingöngu þar, og er hámark hrygningar- tímans í maí. Augnsílið hrygnir í strandsjónum kringum allt land, þó aðallega fyrir norðan og austan. Aggan lirygnir hér við land eingöngu í fjörðum austanlands, og getur hrygningin farið fram, þótt sjávarhitinn fari undir 0° C. Hér við land verður ljósátan yfirleitt kynþroska eins árs og hrygnir þá í fyrsta sinn. Flest dýr- anna líða undir lok eftir árið, en lítill hluti þeirra lifir til næsta vors og hrygnir þá á ný. í kaldari sjó, t. d. við Vestur-Grænland og í Suður-íshafinu, þróast dýrin seinna og verða fyrst kynþroska tveggja ára. Hrygningin stendur í sambandi við plöntugróðurinn; hér við land hefur hrygnandi ljósáta aðeins fundizt, þegar plöntu- gróðurinn í sjónum hefur náð hámarki. Rauðátan tilheyrir hins vegar ættbálki krabbaflóa, en mergð þeirra er meiri en nokkurra annarra dýra í sjónum. Við ísland eru þekktar 165 tegundir krabbaflóa. Rauðátunni var fyrst lýst árið 1767 af Gunnerus biskup í Niðarósi, en hann var einn merkasti dýrafræðingur síns tíma. Árið 1780 mun átunnar fyrst getið í ís- lenzkum heimildum, en það er ekki fyrr en upp úr síðustu alda- mótum, að rannsóknir á rauðátu hefjast hér við land. Voru það Danir, sem liöfðu þær með höndum, en frá hendi íslendinga er það fyrst nú á síðustu árurn, sem hægt hefur verið að sinna þessum þætti rannsóknanna. Við skulum þá lítillega gera okkur grein fyrir lífsferli rauðát- unnar hér við land. Á veturna eru yfirborðslög sjávarins mjög átu- snauð, enda halda dýrin sig þá í botnlögum sjávarins, þar sem þau hafa vetursetu. Á vorin leita þau til yfirborðslaganna, og þá ná þau fullum þroska. Þegar honum er náð, festa karldýrin sáðsekk við kvendýrin, og skömmu síðar líða karldýrin undir lok. Er egg- in hafa náð fullum þroska í kvendýrunum, hefst hrygningin, og þá fyrst fer frjógvunin fram. Hrygningin sjálf er mjög háð magni plöntugróðursins. Tilraunir hafa sýnt, að hægt er að stöðva hrygn- inguna með því að svelta dýrin, en sé plöntumagnið aukið, hefst hún á ný. Hvert kvendýr gýtur um 200—300 eggjum, og fer hrygn- ingin aðallega fram að nætuilagi. Eftir stuttan tíma deyja svo kvendýrin. Um tveimur sólarhringum eftir hrygningu skríður lirfan úr eggi. Hún er afar ólík fullorðnu dýri og hefur 10 sinnum

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.