Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 35
DÝRASVIFIÐ í SJÓNUM
177
h
/nasciicu'í.
1. mynd. Frumteikning Gunnerus biskups af rauðátunni 1767. Hann nefndi
hana á latínu Monoculus finmarchicus (eineygða dýrið frá Finnmörk), en síðar
var nafninu breytt í Calanus finmarchicus. Minnsta teikningin sýnir eðlilega
stærð.
Gunerus’ original sketches of Calanus finmarchicus. (After Marshall ir Orr. 1955).
hamskipti áður en hún nær fullum þroska. Við hver hamskipti fær
lirfan annað útlit en áður, nýir fætur og fálmarar koma í ljós og
aðrir hverfa. Oft finnast yfirgefnir liamir fljótandi í yfirborðinu,
og tala þá fiskimenn um dauða rauðátu, en það er misskilningur,
hér er aðeins að ræða um hami, sem dýrin hafa losað sig við. Orsök
þessarra hamskipta er sú, að hamurinn eða skelin, sem er utan um
dýrin, vex ekki, og verða þau því að sprengja hana utan af sér til
að geta vaxið. Eftir vaxtarskeiðið verða dýrin brátt kynþroska og
geta svo af sér nýja kynslóð dýra. Allur þroski dýranna er mjög
ör og því er líf þeirra stutt. Líf liverrar kynslóðar rauðátu er tölu-
vert mislangt á hinum ýmsu hafsvæðum. Við England og í Norður-
sjó er uppvaxtarskeiðið frá eggi til fullorðins dýrs aðeins einn mán-
uður, og fullþroska lifir rauðátan þar mánuð í viðbót, og þá er
lífið senn á enda. í kaldari höfum tekur þróunin lengri tíma; við
Vestur-Noreg lifir hver kynslóð rauðátu tvo til þrjá mánuði, og