Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 55

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 55
STÓRIR LAXAR 197 í ármótum Brúarár og Hvítár, og vóg hann 371/, pund, var 122 cm að lengd og 65 cm að ummáli. L.axinti var 6 vetra gamall, hafði dvalizt 3 vetur í fersku vatni og 3 vetur í sjó og hafði ekki hrygnt. í Hvítá í Borgarfirði hafa veiðzt tveir 36 pd laxar. Annar veidd- ist í króknet frá Ferjukoti rétt fyrir 1920. Daniel Fjeldsteð, læknir, vitjaði um netið, sem laxinn var í, ásanrt Sigurði bónda Fjeldsteð í Ferjukoti, og hefur Daniel sagt höfundi frá laxinum. í netinu var einnig 26 pd lax. Hinn laxinn var veiddur á stöng þann 22. ágúst 1930 fyrir neðan Svarthöfða af Jóni J. Blöndal, hagfræðingi, frá Stafohltsey. í Laxá í Þingeyjarsýslu hafa veiðzt tiltölulega flestir stórir lax- ar miðað við laxafjöldann, sem gengur í ána, og má því óhikað telja hana mestu stórlaxaá landsins. Tveir 36y3 pd laxar hafa veiðzt á stöng í henni, annar 1912 af L. S. Fortescue hjá Nesi, en hinn af Jakobi Hafstein þann 10. júlí 1942 í Höfðahyl. Til samanburðar við ofangreint skal þess getið, að í nágranna- löndum vorum verður lax stærri en hér á landi. Stærsti lax, sem veiðzt hefur í Skotlandi, vóg 103 ensk pd eða 931/^ íslenzkt pd. Kom hann í net í Fortlifirði. Stærsti stangveiddi laxinn vóg 58 ís- lenzk pd, og veiddi liann kona í Tayánni 1922. í Noregi veiddist 1928 72 pd lax á stöng í Tanaánni, og er hann stærsti Atlantshafs- lax, sem veiðzt hefur á stöng. Metlaxinn í Svíþjóð veiddist í Fax- ánni 1914 og vóg 72 pd. í Finnlandi veiddist 70 pd lax, 130 cm langur, í Kymmeneánni 1896. Stærsti lax, sem veiðzt hefur í Dan- mörku, fékkst í Skjernánni 1953, og vóg hann 53 pd. Hann var 136 cm á lengd og 70 cm að ummáli. Var hann því lítið eitt stærri en Grímseyjarlaxinn. Hér liefur verið sagt frá stærstu löxunum, sem höfundi er kunn- ugt um, að veiðzt liafi í fersku vatni hér á landi og í sjó. Heim- ildir, sem stuðzt hefur verið við, eru vafalaust ekki að öllu leyti tæmandi, og má jrví vænta, að fram komi nánari vitneskja um Jressa laxa. Þá má einnig við því búast, að fleiri laxar 36 pd eða þyngri hafi veiðzt heldur en þeir, sem hér liefur verið rætt um, og væri æskilegt, að fá fregnir af slíkum löxum.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.