Náttúrufræðingurinn - 1966, Síða 14
8
N ÁT T Ú R U F R K ÐINGURINN
£yrir margháttaða fyrirgreiðslu og íræðslu, og Jakob heitinn Líndal,
sem þeir heimsóttu að Lækjamóti í Víðidal og hittu aftur á rann-
sóknasvæði sínu í Þingeyjarsýslu (að því er Baldur Líndal, sonur
Jakobs, hefur tjáð mér). En auk þeirra, sem titlaðir verða jarðfræð-
ingar, var a. m. k. nokkrum tugum ungra manna, sem ég hafði
kennt jarðfræði í Verkfræðideild Háskólans fyrir 1950, vel kunnugt
um kenningarnar þrjár um uppruna móbergsfjalla. — Þeir Bennne-
len og Rutten vitna ekki heldur í Mathews og virðast ekki þekkja
hans skýringu á myndun „tújanna" í Kanada og því síður þá til-
gátu hans, að sú skýring eigi einnig við um þeirra „tablemountains"
í Ódáðahrauni.
Af því sem nú hefur sagt verið, má telja, að þrír aðilar, íslending-
ur, Kanadamaður og tveir Hollendingar, hafi við rannsóknir hvcr
á sínu svæði og óháðir hver öðrum komizt að sömu niðurstöðu um
uppruna sömn fjallgerðar. Sú niðurstaða er upphleðslukenningin
eins og hún var tilfærð hér að framan, mjög samandregin og þó í
öllum meginatriðum. I þessari mynd mun hún hér framvegis köll-
uð stapakenningin, og tek ég það nafn upp eftir Sigurði Þórarins-
syni (1964). Eigi cr svo að skilja, að við, sem sett höfnm fram stapa-
kenninguna, séum sammála um öll atriði hennar, en sá ágreiningur
snertir ekki meginatriðin sem hér voru talin.
Eftir hið veigamikla framlag þeirra Bemmelens og Rnttens má
heita, að upphleðslu- eða stapakenningin sé tekin við af misgengis-
kenningunni sem ríkjandi skoðun um myndun stapafjallanna. En
réttur þeirra frumkvöðla hennar, sem þegar er getið, til heiðursins
af því að hafa fyrstir fundið upp eða sett fram þessa skýringu er
ekki svo óskoraður sem virðast kann af því sem að framan segir.
Þjóðverjinn Oetting, sem ferðaðist hér um Kjöl og víðar sumur-
in 1927 og 1928, aðhylltist raunar rofkenninguna um myndun stapa-
fjalla yfirleitt, eins og fyrr var frá sagt. En samt gat hann þess til
um Hrútfell á Kili, að jarðlagaskipun þess — þ. e. móberg neðan
til og hraunlög yfir — stafaði af því, að þetta eldfjall hefði vaxið
upp úr ísaldarjökli. Ég tók ekki eftir þessum ummælum Oettings,
sem eru alveg í anda stapakenningarinnar, fyrr en nýlega, og hefur
aldrei fyrr verið til þeirra vitnað í riti um stapafjöll. Vil ég nú
ltæta fyrir mína yfirsjón með því að taka þau upp í heild orðrétt:
„Hier liegt die Erklárung nahe, dass die Ablagerung in ihrer
unteren Partie bei einem subgiazialen Vulkanausbruch gebildet ist