Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1966, Page 22

Náttúrufræðingurinn - 1966, Page 22
16 NÁTTÚ RU F RÆÐINGURINN og Lambahrauni, hvergi yfir 3°, ef mælt er á fáeinna km vegalengd. Dyngja, sem myndast á jafnlendi, verður því sem næst kringlótt, og hæðarlínurnar í hlíðurn hennar eru — að undanskildum óteljandi smáhlykkjum — sammiðja hringar utan um gíginn. En í hliðarhalla verður dyngjan skökk (t. d. Heiðin há). Dyngjurnar eru eingöngu úr hrauni (engri gosmöl), það er ævinlega basalthraun og langvíðast með helluhraunsyfirbragði. 1 flestum þversniðum dyngjuhrauna kemur í ljós, að þau eru beltótt, þ. e. hvert lagið úr samfelldu hrauni Iiggur yfir öðru, en lárétt skora eða frauðkenndara hraun á milli. Algeng þykkt beltanna er \/2— 1 m, en hún getur verið miklu minni, undir 20 cm. Yfirborð þeirra — hinna neðri ekki síður en hins efsta — eru oft með skýrum rennslisrákum, hraunreipum. A mót- um beltanna hafa hvergi fundizt nokkur millilög, er vitni um veru- legan aldursmun efri og neðri belta. — Ég skal ekki lengja þetta mál með nánari lýsingu á dyngjuhraunum, heldur vísa til rækilegri lýsinga í ritum Þorvalds Thoroddsens og í merka ritgerð um Skjald- breið eftir Tómas heitinn Tryggvason (1043). í öllum framangreindum atriðum og fleirum er hraunbunga Surtseyjar dæmiger dyngja. F.n hún er mjög skökk vegna halla undirlagsins. Ágúst Riiðvarsson forstjóri Landmælinga íslands ljósmyndaði Surtsey úr lofti 25. ág. og 23. okt. 1964 og enn 24. ág. 1965 og gerði af henni kort í mæliky. 1:10 000 eins og hún var þá hverju sinni. Á öllum kortunum kemur dyngjulögun hraunsins vel lram (3. mynd). Hvirlill dyngjunnar með hraungígnum er að norðan og austan til hálfs umluktur túffbörmum hins víða þeytigígs, sem þar var áður að verki. En svi mikla gígskál var opin til suðvesturs, svo að um leið og hún fylltist sjálf, rann mestur hluti hraunsins í þá átt fram úr henni og myndaði dæmigerva dyngjubrekku niður að sjó. Samkvæmt síðasta korti Landmælinganna er hæð hvirfilsins 119 m y. s. og lengd brekkunnar þaðan til sjávar 1300 m í suður og 650 í vestur. Meðalhalli í þessar áttir er því um 11° og 5° (4. mynd). Dyngjan í Surtsey er lítil í samanburði við flestar hinar fornu dyngjur hér á landi, en þó ekkert einsdæmi að smæð. Rúmtak þess híuta hennar, sem liggur yfir sjávarmáli reiknast mér 42 000 000 m;i (þ. e. 0.042 km3) samkvæmt korti Landmælinga íslands eltir flug- myndum frá 24. ág. 1965. Þessi tala er þó vissulega of lág, um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.