Náttúrufræðingurinn - 1966, Side 73
NÁTTÚRUFRÆÐINGU RINN
67
verið leystar í sambandi við okkar eigið stjörnukerfi, vetrarbrautina.
Þótt ótrúlegt megi virðast, var lögun vetrarbrautarinnar enn eitt-
hvert erfiðasta viðfangsefni stjörnufræðinnar. Athuganir liöfðu sýnt,
að margar fjarlægar stjörnuþoknr höfðu eins konar sveiplögun eða
gormlögun, þar sem armar af stjörnum og þokuskýjum undust rit
frá rniðju líkt og fjöður í úri. Nafnið sveipþoltur festist því brátt
við þessi stjörnukerfi, og það var almennt álit stjörnufræðinga, að
vetrarbrautarkerfið hefði svipað útlit. En að sanna, að svo væri,
var enginn hægðarleikur. Geimrykið, sem Trumpler hafði upp-
götvað, byrgði svo mjög fyrir útsýn eftir vetrarbrautarfletinum, að
ekki var hægt að sjá nema í rnesta lagi fimmta hluta kerfisins.
Á árunum kringum Í940 voru sumir stjörnufræðingar btinir að
gefa upp alla von um, að nokkru sinni yrði mögulegt að finna
lögun vetrarbrautarkerfisins umfram það, sem þegar var vitað um
breidd þess og þykkt. Og jafnvel þær tölur höfðu ekki verið ýkja
áreiðanlegar. Vitneskjan um geimrykið varð til þess, að Harlow
Shapley endurskoðaði fyrra mat sitt á stærð vetrarbrautarkerfisins.
Niðurstaðan varð sii, að Shapley minnkaði vetrarbrautarmyndina
um meira en helming. Mesta þvermál kerfisins varð nú 100 þúsnnd
ljósár, en mesta þykkt þess, þvert á miðjuna, 30 þúsund ljósár.
Shapley var þessi breyting sízt á móti skapi. Hann hefði gjarna
viljað, að vetrarbrautin væri ennþá minni. Ástæðan var sú, að
vetrarbrautin var enn, þrátt fyrir þessa breytingu, miklu stærri en
nokkur af þeim sveipþokum, sem fundizt höfðu utan hennar.
Stjörnufræðingar veltu því jafnvel fyrir sér, hvort verið gæti, að
vetrarbrautin væri samsett úr fleiri en einni slíkri þoku. Eins og
einhver komst að orði, ef sveipþokurnar voru alheimseyjar, var
vetrarbrautin eins og heilt meginland.
Lausnin á þessu vandamáli fékkst ekki fyrr en sjónaukinn á
Palomarfjalli var tekinn í notkun árið 1948. Walter Baade, einhver
snjallasti stjörnuathugunarmaður samtíðarinnar, beindi sjónauk-
anuin að Andrómeduþokunni, sem hann liafði áður verið að rann-
saka í stjörnustöðinni á Wilsonfjalli. Baade bjóst við því að finna
vissa tegund af stjörnum, sem höfðu ekki verið sýnilegar með 100
þumlunga sjónaukanum, en áttu örugglega að sjást í hinum nýja
sjónauka, sem var fjórfalt ljósnæmari. En nú brá svo undarlega við,
að þessi stjörnutegund sást ekki heldur í 200 þumlunga sjónauk-
anum. Hvernig gat staðið á þessu? Gat það hugsazt, að Andrómedu-