Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 5
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
115
3. jan. Eyjan orðin um 100 m löng, 50 m breið og nokkurra
metra há. Tveir gígar virkir og stefna gossprungu virtist nokkru
norðar en norðaustur. Suðvestari gígurinn þeytti allstórum síum
upp í um 200 m hæð (nokkru hærra en Surtsey), sá nyrðri skaut
upp gjallstrókum. Sprengingar með íó—1 mínútu millibili.
5. jan. Kl. 8 að morgni var ekkert að sjá, og aðeins hoði þar sem
áður var eyjan.
7. jan. Smávægilegt gos.
Gosið kraftlítið.
G. jan. Urn kl. 11 örlaði á eyju. Síðari hluta dags sást hval-
hakur, 50—60 m langur, og gaus á honum á tveim stöðum. Gjall og
síur þeyttust um 30 m upp, en gufustrókar náðu um 1500 m hæð.
Stefna milli gíganna nálægt N35°A—S35°V.
75. jan. Gosmökkur (gufa) um 1500 m hár.
22. jan. Gosið farið að færast í aukana. Svartur mökkur náði um
250 m hæð eftir stærstu sprengingarnar.
25. jan. Eyjan talin 30—40 m há og gosið öllu meira en 22. jan.
27. jan. Eyjan horfin í annað sinn, aðeins hoða að sjá. (Mjög
hvasst var hinn 26. og 27.).
27.—31. jan. Lítið bar á gosinn.
1. febr. Gosið meira áherandi.
5. febr. Engin eyja enn, en það braut á boða nær 0,5 km löng-
um, sem lá frá VNV til ASA, og var srnágos austast á honum.
7. febr. Bryddi á eyju í þriðja sinn.
12. febr. Eyjan áætluð um 200 m löng og 100 m breið og
hæðin a. m. k. 10 m. Slitróttar sprengingar. Gjall þeyttist a. m. k.
250 m upp. Gosið hafði verið nokkru kröftugra undanfarna daga.
Enginn vikur flaut á sjónum í kring.
75. febr. Hæð eyjunnar mæld 23 m, lengd 240 m. Fjarlægð til
lands 0,8 km. Mesta dýpi milli eyjanna 68 m.
16. febr. Eyjan horfin í þriðja sinn. Lítið gos að sjá.
27. febr. Eyjan sást í fjórða sinn. Var um 150 m löng og um 5 m
há kl. 14.
24. fel>r. Eyjan áætluð 250—300 m löng, en hún var aðeins
nokkrir metrar á hæð og mjög flöt. Einn virkur gígur var alveg
syðst á henni. Hlé milli sprenginga frá einni mínútu niður í 2 sek-
úndur. Ritur sátu í hundraðatali nyrzt á eynni.
27. febr. Lengd eyjunnar mældist um 400 m.