Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 6
116
N ÁT TÚRUFRÆÐINGURINN
28. febr. Gosið kröftugra en nokkru sinni fyrr á þessum stað.
Gosmökkur náði 3500 m hæð. Glóandi síur náðu 200 m hæð. 10—15
sek. milli sprenginga.
3. marz. Eyjan horfin í fjórða sinn, en örgrunnt niður á hana.
Lítið bar á gosinu 2.-7 marz.
8. marz. Gosmökkur náði um 1500 m hæð. Um 500 m langt
rif sást. Gígur í suðurenda þess. Spengingar í honum með 4—5
sek. millibili að jafnaði.
10.—11. marz, Eyjan sást ekki á flóði.
16.—17. marz. Gosið færist í aukana.
18. marz. Eyjan talin um 30 m há.
19. —25. marz. Allmikið gos á köflum.
29. marz. Gosið líklega hið mesta til þessa. Svartur strókur um
350 m hár. Eyjan áætluð um 30 m há, 300 m löng og 150 m breið.
2. apríl. Gosið yfirleitt slitróttar sprengingar, en þó nokkrum
sinnum sígos í 2—4 mínútur. Gosið þó aldrei eins kröftugt og jrað
var í kröftugustu hrinum Syrtlings. Eyjan um 400 nr löng, 150—
200 m breið og tæpl. 30 m há.
3. apríl. Vottur af öskufalli í Vestmannaeyjum.
7. apríl. Eyjan horfin í 5. sinni.
14. apríl. Bólaði á eyju að nýju.
18. apríl. Hæð eyjarinnar mældist 25 m.
19. —28. apríl. Yfirleitt allmikið gos.
29. apríl. Slitrótt gos.
2. maí. Smávegis öskufall samfara regnskúr í Eyjum.
3. maí. Gosið allkröftugt. Gosmökkur náði 300—500 m hæð.
Vikurrastir á sjónum austur fyrir Heimaey. Eyjan 40—50 m há og
um 500 m löng. Gígurinn opinn móti S.
5.-8. maí. Sígos langtímum saman. Eyjan hvítnaði af snjó
hinn 8.
9. —10. maí. Þrátt fyrir að rokhvasst var, minnkaði eyjan lítið,
enda áttin það austlæg, að Surtsey hlífði.
12. mai. Lengd eyjarinnar mældist 560 m, hæð rösklega 40 m.
Fjarlægð frá Surtsey um 800 m og mesta dýpi milli eyjanna 64 m.
18. maí. Eyjan hafði minnkað mikið og gígkeilan skolast burt
að hálfu. Gosið slitrótt.
20. mai. Gosmökkur >6000 m hár kl. 15. Sást frá Reykjavík um
morguninn. Eyjan um 35 m há. Gígur opinn að sunnan. Að kvöldi