Náttúrufræðingurinn - 1969, Síða 15
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
125
og þar í hraunið milli svartra skrofbletta. Ekkert slettist upp úr þess-
um pytti, er Árni kom þar fyrst að, og meðan hann dvaldi þar, frá
13,30 til 15.00, urðu litlar breytingar á gosinu, hraunrennsli jafnt
og talsverður hvinur og hviss. Hraunjaðarinn seig fram urn 0.5 m
á mínútu. Er Árni kom þarna að aftur kl. 18 var farið að renna
hraun úr syðsta pollinum. Smásprungur sáust í hrauninu samsíða
gossprungunni og munu liafa myndazt í jarðhræringunum um
morguninn.
20. ágúst. Mældi lengd og stefnu gossprungunnar. Reyndist
hún vera 220 m löng og stefnan N 10°A, kl. 18,40 þennan dag
komst hraunið út í sjó. Hraunmyndun til þess tíma 3—4 m3/sek
að meðaltali. Kl. 16 voru tveir samvaxnir gígar virkir nyrzt á
sprungunni og höfðu lilaðið upp bröttum kleprakeilum, um 10 m
háum, og jreyttu síurn allt að 80 m í loft upp (myndir III a; b). Þriðji
gígurinn, um 7 m hár, var syðst á sprungunni og sletti ekki eins hátt.
21. ágúst. Hraunrennsli áætlað 5—10 m3/sek skammt frá gíg-
unum. Kl. 13-14 voru stöðugir, kröftugir kvikustrókar upp úr nyrzta
gígnum röska 100 m í loft upp og myndaðist þá mikið af hraun-
þráðum, s. k. Pélé-hári (örsmáum basaltþráðum, kenndum við eld-
gyðjuna Pélé á Hawaii). Rúllaði það í stórum vöndlum niður eftir
gömlu gjallgígaveggjunuin og dálítið af því barst til Jólnis. Ekki
varð síðar vart við slíka hraunþráðamyndun í þessu gosi, en skv.
upplýsingum Gests Guðfinnssonar myndaðist dálítið af slíku liári
í yngra Surti einn dag í ágústmánuði 1964, er Gestur var staddur
í Surtsey. í Skaftáreldum myndaðist gríðarmikið af hraunþráðum
fyrstu viku gossins. Kl. 22—23 þeytti nyrzti gígurinn glóandi síum
150 m upp. Rennslishraði í hraunlænu austur frá samvöxnu gígun-
um var 3—4 m/sek. Síðla dags hafði hraunið skriðið a. m. k. 100
m eftir sjávarbotni út frá SA ströndinni skv. athugunum próf.
Þorbjarnar Sigurgeirsssonar, sem mældi, hversu langt frá landi
loftbólur stigu upp. Reyndust vera aðallega vetni — kom hvellur,
er kveikt var í þeim.
23.-29. ág. Hraunrennsli yfirleitt 5—10 m3/sek. Hraunið rann
til A og SA. Hraunmylsna barst norður og vestur með strönd-
inni og var komin sandfjara 28. ág. norður af Einbúa, þar sem
áður var grjótfjara. Sífelldur titringur á eynni þessa daga. Fannst
vel í Pálsbæ.
30. ág. Hraunrennsli vart meira en 5 m3/sek.