Náttúrufræðingurinn - 1969, Qupperneq 35
NÁTTÚRUFRÆÐI NGU RINN
139
vatni vegur 1 tonn og í einum rúmkílómetra eru 1.000.000.000
rúmmetrar, þá vegur einn rúmkílómetri af vatni 1000 milljón tonn,
eða 1 milljarð tonn.
Talið er að á einum degi gufi upp af jörðinni um 1150 rúm-
kílómetrar af vatni. Lætur þannig nærri, að á 1000 árunr gufi upp
þriðjungur af öllu vatni jarðarinnar, eða allt vatn jarðarinnar á
3.000 árum. Af hinni daglegu uppgufun stafa um 950 rúmkílómetrar
frá höfunum, en 200 frá þurrlendinu. Vatnsgufa þessi þéttist í
loftinu og fellur til jarðar aftur sem regn eða snjór. Þar sem all-
mikið af vatnsgufunni frá höfunum berst inn á þurrlendið, eða
nálægt 10%, verður úrkoman á þurrlendinu meiri en uppgufunin,
eða sem næst 80 rúmkílómetrar á dag. Þetta vatn gerir annað af
tvennu, rennur eftir yfirborðinu sem ár og lækir, myndar tjarnir
og stöðuvötn og rennur til sjávar ofanjarðar, eða Jrað sígur niður
í jörðina og sameinast jarðvatninu, sem nreð tíð og tíma einnig
seitlar út í höfin neðanjarðar. Skilin á milli yfirborðsvatns og jarð-
vatns eru annars nokkuð á reiki, enda stöðugur straumur á milli.
Frá ám og stöðuvötnum sígur stöðugt niður í jarðvatnið, og jarð-
vatnið brýst aftur á móti fram í uppsprettum og myndar ár og
stöðuvötn og verður þannig að ylirborðsvatni.
Með tilliti til hagnýtingar er mikill munur á yfirborðsvatni og
jarðvatni. Til vatnsaflvirkjana kemur að sjálfsögðu aðeins yfirborðs-
vatn til greina. Staðarorka vatnsins er því meiri, sem Jrað er hærra
frá sjávarmáli. Falli vatnið ofanjarðar í ánr og lækjum má virkja
Jressa orku. Sígi vatnið aftur á móti niður í jörðina og verði að
jarðvatni, Jrá verður orka Jress ekki áberandi vegna dreifingarinnar,
sem á vatninu verður, og vegna mótstöðunnar, sem jarðvegurinn
veitir því. Þessi dreiling vatnsins og liæga rás Jress í gegnunr jarð-
veginn gefur jarðvatninu sinn mikilvægasta eiginleika, Jrað er
að vera hreint. Við erum Jrví konrin að Jrví að skilgreina, lrver er
mismunurinn á Irreinu og óhreinu vatni.
Gera má greinarmun á tvenns konar óhreinindum, ólíkum að
eðli og áhrifum. Annars vegar eru efnisleg óhreinindi, s. s. nrold og
sandur, rotnandi leyfar og önnur úrgangsefni. Hins vegar eru smit-
nœm óhreinindi, Jr. e. lifandi gerlar og sveppir og gró Jreirra. Efnis-
leg ólrreinindi eru oft sýnileg lrerunr augum í vatninu. Vatnið
verður mórautt, litast eða gruggast á ýmsan lrátt. f því geta líka
verið uppleyst óhreinindi, sem ekki eru sjáanleg berum augunr, en