Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 36

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 36
140 NÁTTÚ RU FRÆÐINGURINN eru skynjanleg af lykt eða bragði. Smitnæm óhreinindi eru venjulega ekki skynjanleg á þennan hátt, nema mjög mikið sé af þeim. Vatn getur verið fagurtært, lyktarlaust og bragðlaust, eins og vatn á að vera, en samt innihaldið rnikið af gerlum þ. á. m. hættulega sýkla. Gagnvart þessum óhreinindum stendur fólk varnarlaust, nema það jrekki eitthvað til lífsskilyrða, lifnaðarhátta og heimkynna þessara lífvera. Flest fólk varar sig á hinum sýnilegu óhreinindum og gerir þá sínar varúðarráðstafanir, en hin ósýnilegu smitnæmu óhreinindi kann það venjulega ekki að varast. Hinum sýnilegu efnislegu óhrein- indum fylgja að sjálfsögðu oftast smitnæm óhreinindi. Með' því að verjast hinum fyrrnefndu, verst fólk um leið miklu af hinum síðarnefndu, en það er ekki nóg. Það verður líka að kunna að verjast hinum ósýnilegu óhreinindum. Við verðum því að víkja hér nokkuð að þessum ósýnilegu andstæðingum okkar, gerlunum, og sérstaklega þeim, sem koma fyrir í vatni. Eigi maður í stríði, ]rá er mikilvægasta skilyrðið til nokkurs árangurs að þekkja andstæðinginn, bæði hans sterku og veiku hliðar. Viðskulum því fyrst athuga, hverjar eru hinar sterku hliðar gerlanna í viðureigninni við okkur mennina. Þetta virðist í fljótu bragði nokkuð ójafn leikur, þar sem gerlarnir eru lægstu lífverurnar á jörðinni, en mennirnir telja sig þær æðstu og fullkomnustu. En hver hefur til síns ágætis nokkuð, og nú skulum við sjá, hvað gerlarn- ir hafa til síns ágætis. Það er einkum þrennt, sem styrkir gerlana í baráttunni við okkur mennina, þ. e. hversu þeir eru smáir, hversu hratt þeir vaxa og hversu útbreiddir þeir eru. Gerlarnir eru örsmáir einfrumungar, svo smáir, að þeir eru aðeins sjáanlegir í smásjá. Stærð þeirra er mæld í þúsundustu hlutum úr einum millimetra, í einingu, sem nefnd er my. 1 mm er 1000 my. Kúlulaga gerlar eru oft nálægt 1 my í þvernrál, en staflaga gerlar eru um 1 my í þvermál og 2—5 my á lengd. Nokkrar tegundir eru stærri, aðrar heldur minni. Þetta eru svo smáar stærðir, að erfitt er að gera sér grein fyrir þeim. Hver maður getur gert sér grein fyrir I mm og séð hann, ef hann lítur á tommustokk eða málband. Hugsi maður sér svo að 1000 kúlugerlum, sem hver er eitt my í þvermál, sé raðað í eina röð eða keðju, þá verður sú keðja 1 mm á lengd. Svo langar keðjur mynda nú gerlarnir yfirleitt ekki, en þó að slík i keðja væri svífandi í vatnsglasi, þá myndum við alls ekki sjá hana,j||
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.