Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 43

Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 43
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 147 Gunnar Jónsson: Nokkrar nýjar fisktegundir við ísland í „Oversigt over Islands Fiske“ árið 1908 telur Bjarni Sæmunds- son upp 106 fisktegundir innan 400 metra línunnar við ísland. Árið 1926 kemur bók hans „Fiskarnir" út og eru þá tegundirnar orðnar 130. I riti Bjarna „Marine Pisces“ sem kemur út árið 1949 eru tegundirnar orðnar 145. Árið 1957 kom út ljósprentuð útgáfa af Fiskunum frá 1926 auk viðauka yfir nýjar tegundir við ísland frá 1926—1956. Síðar kom í ljós, að fjórar aðrar fisktegundir höfðu bættst við á árunum 1952—1956. Eru það nasi (Nesiarchus nasutus) veiddur 1952, bersnati (Xenodermichthys copei) veiddur 1955, litli gu 111 ax rgcntina sphyraena) veiddur 1955 og sníkir(Fierasjer denta- tus) veiddur 1956. Á árunum 1957—1967 hafa nokkrir fiskar bættst við og verða þeir taldir upp hér á eftir og þeim lýst lauslega, auk þeirra fjögurra fiska, sem áður er getið. Mynd 1 sýnir hvar fiskar þessir veiddust eftir því sem næst verður komist. Einnig er sýnt svæði það sem kallað er „við ísland.“ Þetta er svæði það sem notað er í skýrslum Alþjóðahafrannsóknai'áðsins (ICES) um veiðar við ísland. Finnst mér réttara að miða við það en 400 metra dýptarlínuna. Ingimar Óskarsson náttúrufræðingur aðstoðaði mig við að finna íslenzk nöfn á þá fiska, sem nafnlausir voru, og kann ég honum bestu þakkir fyrir. Einnig þakka ég cand. rer. nat. Sigfúsi Schopka fyrir aðstoð við söfnun upplýsinga um nokkra fiskanna. Gunnlaugi Flallgrímssyni þakka ég fyrir að liafa teiknað inn á kortið á mynd 1 fundarstaði fiskanna. Loks þakka ég þeim fiskifræðingum Dr. G. Krefft í Hamborg og J. Nielsen í Höfn lyrir að hafa reynt að ákvarða blámævilinn til tegundar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.