Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 49
NÁT T Ú RU F RÆÐINGURINN
153
himnulaus. Deplaháfur er grárauður á baki og hliðum með mörg-
um smáblettum, sem eru einnig á uggunum. Kviður er gulhvítur.
Deplaháfur verður sjaldan lengri en 1 metri.
6. mynd. Deplaliáí'ur Scyliorhynus caniculus.
(Úr: Stuxberg).
Fæða deplaháfsins er einkum smáfiskar, sníglar, smokkfiskur,
krabbadýr og ormar.
Heimkynni deplaháfsins eru í Miðjarðarhafi þar sem hann er al-
gengur, en einnig finnst hann meðfram suðvestur- og vesturströnd-
um Evrópu. Sums staðar getur orðið svo mikið af honum, að plága
verður að og hefur slæm áhrif á aðrar fiskveiðar. í Norðursjó verð-
ur hans vart, svo og í Kattegat og meðfram ströndum Skandinavíu.
Ætt: Rhinochimaeridae
6 Trjónufiskur Rhinochimaera atlantica (Holt & Byrne)
í maí 1957 veiddust nokkrir trjónufiskar djúpt út af Reykjanesi
í rannsóknaleiðangri Fiskideildar undir stjórn dr. Jakobs Magnús-
sonar fiskifræðings. Síðar veiddi þýzkur togari tvo trjónufiska vestan
Snæfellsjökuls í lok desenrber 1959. Voru það hrygnur 137 og 140
cm langar. Síðan hafa nokkrir veiðst til viðbótar á miklu dýpi undan
suðvestur- og vesturströndinni.
Lýsing á fisktegund þessari og aðrar upplýsingar verða að bíða,
þar til dr. Jakob Magnússon fiskifræðingur kemur heim frá Filipps-
eyjum á miðju ári 1969.
7. mynd. Trjónufiskur Rhmochimaera atlantica.
(Úr: Faune Ichtyologique).