Náttúrufræðingurinn - 1969, Síða 73
NÁTTÚ RU FRÆÐINGURINN
177
Olíuhör er náskyldur spunahör eða afbrigði af honum. Hýðis-
aldin hans opnast skyndilega og þeyta frá sér fræjunum. Olíuhör er
lágvaxnari og greinóttari en hinn, en ber fleiri og stærri blóm og
aldin, enda ræktaður vegna fræjanna, sem pressuð er línolía úr.
Olíukökur til fóðurs eru unnar úr afganginum. Línolían er kald-
pressuð úr fræjunum í olíumyllum og mikið notuð við matargerð
og í sápur o. fl. iðnaðarvörur. Hörfræ slíma í raka. Þau eru seld í
lyfjabúðum sem rnilt hægðalyf. Olíuhör er mjög mikið ræktaður
í Argentínu, Bandaríkjunum, Kanada, Indlandi og Pakistan. En
um % spunahörframleiðslu heimsins kemur frá Sovétríkjunum.
Mikið af spunahör er og ræktað í Hollandi, Belgíu, Frakklandi,
Póllandi og írlandi. Eru t. d. miklar og gamalkunnar hörspuna-
verksmiðjur í Belfast á írlandi. Gæði hörsins þykja mest, þar sem
hann er ræktaður í röku loftslagi. — Spunahör er (ásamt liveiti og
byggi) með elztu nytjajurtum veraldar. Vita menn ekki glöggt um
uppruna hans, en helzt er hann talinn ættaður frá V-Asíu, korninn
af einærum og fjölærum tegundum, sem þar vaxa villtar enn í
dag. Hör mun hafa verið ræktaður í Indusdalnum, Egyptalandi,
Mesapótamíu og Sýrlandi í 5—6 þúsund ár að minnsta kosti. Hið
forna staurahúsafólk í Sviss þekkti hörrækt og hördúka fyrir 4
þúsund árum. Þetta sýna fornleifar. Á dögum Forn-Grikkja og
Rómverja var rnikil hörrækt í Miðjarðarliafslöndunum. Norður-
landabúar lærðu að rækta hör og vefa hördúka á járnöld, í Dan-
mörku t. d. á fyrstu öldum e. Kr. Áður var eingöngu notaður
ullarfatnaður og skinn í norðlægum löndum. Á 13. öld var mikil
liörrækt í Slésíu og síðar einnig í Vestfalen og víðar á þeirn slóðum.
Voru vandaðir hördúkar seldir þaðan suður til Spánar, Italíu og
jafnvel til Austurlanda. En síðan á 19. öld hefur baðntullin verið
skæður keppinautur, svo dregið hefur úr hörræktinni. Baðmullar-
framleiðslan er ódýrari.
Lítum aftur til fortíðarinnar. I Egyptalandi eru til veggmál-
verk frá þriðja árþúsundi f. Kr. og eru á þeim sýndar aðferðir
við vinnslu hörsins. í grafhýsum Egypta hafa fundizt margir
smyrlingar (ntúmíur) hjúpaðir í hördúka, er varðveitzt hafa furðan-
lega vel í hinu þurra loftslagi. Finnast bæði stórir dúkar — um 20
m langir, og fíngerðir kniplingar. Alls þurfti unt 70 m af hördúk-
um til að sveipa um einn smyrling. Egyptar, Grikkir og Rómverjar
notuðu hör m. a. í net og segl, oft fagurlega lituð. Náttúrufræðing-