Náttúrufræðingurinn - 1969, Side 74
178
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
urinn og rithöfundurinn rómverski, Plíníus skrifar: „Er til meira
undur en að jurt flytji ftalíu nær Egyptalandi. Öll Gallía vefui
segl og jafnvel fjendur vorir handan Rínar gera það og konur
þeirra þekkja ekki annað efni betra í föt“.
í germönskum sögnum kennir gyðjan Hilda fólki að spinna hör
og heimsækir sérhvert heimili tvisvar á ári til að sjá um að ræktun
og vinnsla hörsins sé í lagi. Sýnir þessi sögn glöggt mikilvægi
hörsins í fornöld. Konur á Norðurlöndum söfnuðu fyrrum hör-
dúkurn í kistur til heimanmundar dætranna og þótti merki vel-
sældar. Ef ung stúlka spann og óf hör í skyrtu handa unnusta sín-
um án þess að mæla orð á meðan, hlífði skyrtan honum við áverk-
um af sverðum og kúlum, segir þjóðtrúin. Ef barn jDreifst illa, var
ráðlagt að leggja það allsnakið út og sáldra hörfræi yfir Jrað. Þegar
þessi nýsáni hör tók að spíra átti barnið einnig að fara að vaxa.
Hörinn var stundum spunninn á heimilum við línolíulampaljós. —•
Ekki eru nema um þrír áratugir síðan frú Rakel í Blátúni ræktaði
hör hér í Reykjavík og framleiddi sýnishorn af hördúk. Olíuhör var
nefndur hér að framan. Geta má þess, að heithreinsuð línolía er
m. a. notuð í fernis, prentsvertu og við línolíumdúkaframleiðslu.
Hörinn er til margra hluta nytsamlegur. Hrólfur kraki dreifði
gulli til að telja eítirreið Aðils konungs og manna hans. Gott var
talið að strá hörfræi til að hindra ásókn djöfla. Þeir hömuðust Jrá
við að tína upp fræin og maðurinn slapp á meðan.
II. Hampjurt og hampur.
Hampjurtin (Cannabis sativa), er stórvaxin, einær jurt, með
klofin 5—9-fingruð blöð. Verður hún 1—2 m á hæð og vex mjög
ört, getur náð fullum vexti á um þremur mánuðum. Er stundum
ræktuð í blómagörðum vegna Jress, hve vöxtuleg hún er og blað-
falleg, en blóm eru smá og grænleit. Alin upp af fræi. Þarf gott
skjól hér á landi. Má og binda hana við prik til stuðnings. í stöngl-
inum eru mjög sterkar basttrefjar, sem unnar eru til hanrpgerðar á
sama liátt og hör úr hörstönglum. Hampur er mikið notaður í
seglgarn, snæri og kaðla, strigadúka, t. d. til pokagerðar, o. fl.
Hampur var og notaður í segldúka og net, en nú lrafa hin veiðnari
nælonnet að mestu leyst hampnetin af hólmi. Hampjurtin hefur