Náttúrufræðingurinn - 1969, Side 78
182
NÁTTÚRUI-RÆÐINGURINN
talsvert notuð sem svefnlyf og taugaróandi meðal. (Lyf eru unnin
tir humlakollakirtlunum). Merkileg jurt humallinn.
Sumir telja, að humallinn hafi borizt til Evrópu austan úr Asíu
á þjóðffutningatímunum, og víst er um það, að Rússar ræktuðu
hann snemma, kannski í fyrstu sem lækningajurt. í friðarsáttmála,
sem Valdimar Rússakeisari gerði við Búlgara árið 985 stendur:
„Búlgarar ákváðu að halda lrið við oss þar til steinar fljóta, en
humall sekkur."
Á dögum Ólafs helga var í Frostaþingslögum sett hegningar-
ákvæði fyrir humlaþjófnað, og 1490 var bændum í Noregi fyrir-
skipað að rækta humal. Friðrik þriðji Danakóngur hóf aðgerðir í
sömu átt 1661. Mun humalöl hafa verið mikið drukkið á höfðingja-
setrum þeirra tíma. I einni vizitasíuferð keypti norskur biskup
humal fyrir 2 dali, sem var kýrverð á þeim tíma, og hefur nægt í
margar tunnur af öli. Seinna ruddi innfluttur lnimall sér til rúms
og dró þá mjög úr humalræktun á Norðurlöndum. Aukin kartöflu-
rækt og brennivínsbruggun kom þá líka til sögunnar.
Ingólfur Daviðsson:
Gróðurathuganir 1966
I. Sléttuhlíð og Hrolleifsdalur í Skagafirði. Um 20. júlí.
í tveimur tjörnum við bæinn Tjarnir vaxa alurt Subularia
aquatica, efjujurt Limosella aquatica, kattarjurt Rorippa is-
landica og skriðdepla, en Ijósatvítönn á ruslasvæði skammt
frá. Þistill vex við veginn ofan við Glæsibæ og kvað hafa sézt
þar fyrir 10 árum. Mýraber vaxa á Breiðasundi í landareign
Glæsibæjar. Á fjörum Kappasiaðavatns lágu óvenjustórar hrannir af
hnöttóttum grænþörungum (vatnsaugu). Gróður er mikill í vatn-
inu (nykrur, mari, alurt o. fl.), en Sléttuvatn er gróðurlítið.