Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 83
N ÁT T Ú R U F RÆ ÐINGURINN
187
kóngsfífill H. chlorolepidatum var. floccilimbatum og smá-
tannafífill H. microdon.
Vetrarblóm Saxifraga oppositifolia og firnungur Nardus vaxa
nær alveg niður að sjó.
Hríslur lágar í görðum. Birki, reynir o. fl. varla hærri en 2—3
m. Blóm þrífast vel, þar sem skjól eru fyrir særoki.
Haraldur Sigurðsson:
Nýjar aldursákvarðanir á íslenzku bergi
Allt franr á síðustu ár hal'a jarðfræðingar aðallega stuðzt við stein-
gervinga í sjávarseti til alcfursákvarðana á jarðlögum og jarð-
myndunum. Vegna skorts á sjávarseti í blágrýtismynduninni ís-
lenzku hefur lengi ríkt mikil óvissa urn aldur elzta bergs á íslandi.
Hins vegar eru víða ákvarðanlegar jurtaleifar — blaðför og frjó-
korn — í surtarbrandi og fylgiíögum lians í tertíera basalthlaðan-
um, og hafa aldursáætlanir verið byggðar á þeim. Til dæmis ályktar
H. D. Pflug, að neðstu og þar með elztu jurtaleifar í Gerpi séu ár-
tertíerar eða jafnvel frá lokum krítartímabilsins. Einnig hafa
jurtaleifar úr vestfirzku surtarbrandslögunum verið taldar ár-
tertíerar að aldri. Trausti Einarsson hefur bent á ófullnægjandi
niðurstöður aldursákvarðana, sem byggðar eru á plöntuleifum, og
ósamræmi í áætluðum aldri nokkurra jarðlaga í blágrýtismynd-
uninni á Austfjörðum, þar sem jurtaleifar frá stöðurn með svipaða
jarðlagaskipan virðast mjög misgamlar. Jurtaleifar eru því greini-
lega vart nothæfar til aldursákvörðunar á íslenzku blágrýtis-
mynduninni. Til dæmis dregur W. Friedrich þær ályktanir af
rannsóknum sínum á surtarbrandsflórunni á Brjánslæk," að ekk-
ert mæli á móti ártertíerum aldri, né heldur míósenum aldri." Er
hér um 50 milljón ára langt tímabil að ræða, en tertíertímabilið
hófst fyrir 65 milljónum ára og míósen lauk fyrir 10 milljónum