Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 86
190
N Á T T Ú R U F R Æ Ð1N G U RIN N
Erfitt reyndist að afla sýnishorna af fersku, óummynduðu eða
óholufylltu bergi úr eldri hluta tertíeru blágrýtismyndunarinnar
vestanlands. Þó tókst að ná ágætum sýnishornum úr basaltlagi bak
við naglaverksmiðju Borgarness. Reyndist aldur þess vera 13,2 ±
2 milljón ár eða frá mið-míósen. Vegna mjög lítils K-innihalds
í þessu bergi getur aldursgreiningunni skeikað um 2 milljónir
til eða frá. Frá Vestfjörðum var mældur K-Ar-aldur fimm hraunlaga
á Breiðadalsheiði í 500—G00 m hæð. Þessi sýnishorn, sem tekin
voru úr borholu á háheiðinni, voru jafn fersk og nýrunnin hraun,
en gefa samt hæsta aldur, sem mælzt hefur í íslenzku bergi enn
sem komið er, eða 16,0 ± 0,3 milljón ár. Undir þessum basalt-
lögum á Breiðadalslieiði er a. m. k. 1000 m þykkur basaltlagastafli
fyrir ofan sjávarmál, en ekki reyndist unnt að afla óummyndaðs
basalts neðar. Minniháttar mislægi er einnig í basalthlaðanum í
Onundarfirði, Skutulsfirði og víðar undir aldursákvörðuðu hraun-
unum, og hljóta þessi neðstu lög að vera nokkru eldri en lögin
á Breiðadalsheiði.
Auk ofangreindra aldursákvarðana eru hér birtar í töflunni
niðurstöður K-Ar-aldursákvarðana á bergi úr djúpbergsinnskot-
unum Flyðrum í Hafnarfjalli og Fystra- og Vestrahorni í Lóni,
en í berginu í þeim eru kalíumríkar steintegundir. Nákvæmni
K-Ar-mælinga byggist að nokkru leyti á magni kalíums í berg-
tegundinni. Ef kalíum-ríkar steintegundir eru í berginu, t. d.
sanidín-feldspat eða dökkur giimmer (bíótít), eru þær skildar frá
öðrum steintegundum bergsins. Fást þannig sýnishorn með mun
hærra K-innihald en ella. Dökkur glimmer finnst víða í gabbrói
í Eystrahorni, og samkvæmt K-Ar-mælingu storknaði berghleifur-
inn fyrir 6,6 ± 0,4 milljón árum. Einnig hefur dökkur glimmer úr
jaðri granófýrs í Vestrahorni verið aldursgreindur. Aldurinn
reyndist einnig vera 6,6 ± 0,3 milljón ár. Aldursákvarðanir þessar
eru í góðu samræmi við eldri aldursákvarðanir á þessum berg-
hleifum, og benda þær til ])ess, að fyrir 6—7 milljónum ára, þ. e.
á plíósen, hafi mikið magn af hraunkviku brotizt upp í basalt-
hlaðann á Suðausturlandi, kólnað og storknað á miklu dýpi undir
yfirborði (1—2 km) og myndað berghleifa af gabbrói og granófýri.
Mynd 2. Tímatal jarðsögunnar írá lokum krítartímabils. Aldur er í milljónum
ára. Aldur þeirra jarðmyndana, sem rætt er um í lesmáli, er settur inn í töfluna.